Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 34

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 34
14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ vera fyrir framtak sjómannanna sjálfra, hefði þó verið hægt að vonast eftir því að aðrir þegn- ar þjóðfélagsins hefðu fundið hvöt hjá sér til þess að koma slíkum degi á fót. En fyrst að svo er ekki, og heldur ekki sjáanlegt í náinni framtíð, að slíkur minningardagur renni upp, nema fyrir tilstilli sjómannanna sjálfra, þá er ekki annað að gera en taka því, í trausti þess, að þjóðin verði sér þá vitandi vits, um það hve mikið sjómennirnir hafi þráð að eignast slíkan dag, og ennfremur í trausti þess, að þjóðin láti sér annt um þennan dag, og geri sitt til þess að hann megi verða sem áhrifa mestur og um leið ánægjulegastur fyrir þjóðarheildina. Mér verður lengi í minni, er við nokkrir félag- ar sátum saman og ræddum um sjóslys á ís- lenzkum togara, sem þá nýlega hafði átt sér stað, og nauðsyn þess, að komið yrði upp minn- ingardegi drukknaðra sjómanna, að einn úr þessum hóp gat þess, að við Islendingar þyrft- um að eignast minnisvarða óþekkta sjómanns- ins. Lét hann það í ljós að frá sínu sjónarmiði hlyti það að vera mjög áhrifaríkt fyrir þjóð- ina að geta komið saman á einn stað, við slík- an minnisvarða árlega og lagt þar á blómsveig, um leið og við í dýpstu lotningu, sýndum hon- um þökk og virðingu fyrir starf sitt í þágu þjóðfélagsins. Hann gat þess ennfremur, að ef það ætti fyrir sér að liggja, að deyja í sjó, þá óskaði hann þess, að lík hans fyndist ekki nema þá óþekkjanlegt. Það má vel vera, að þessi orð hans hafi nokkuð stafað af metnaði, út frá því sjónarmiði, að einhvemtíma vaknaði áhugi þjóðarinnar fyrir þeirri nauðsyn, að reisa óþekkta sjómanninum veglegan minnisvarða, og hann yrði þannig hyltur sem óþekktur sjómað- ur, ef það ætti fyrir honum að liggja að deyja í sjó og finnast óþekktur. En hafi nú þetta verið sagt í metnaði, þá á hann fullkomlega rétt á sér að vera sá metnaður þjóðarinnar sem þyrfti til þess að koma þessu máh af stað. Þessi kupmingi minn er nú látinn, hann fórst ásamt fleiri félögum sínum með íslenzkum tog- ara hér við land. Lík hans fannst ekki svo þekkt yrði. En aftur á móti fannst lík, sem álit- ið var, að væri af þessu sama skipi, en ekki varð þekkt með neinni vissu. Er nú nokkur möguleiki fyrir því, að þessum manni háfi orðið þarna að ósk sinni í lifanda lífi? Leiði þessa óþekkta sjómanns er í lítilli hirðu í kirkjugarðinum í Fossvogi, og er merkt með klunnalegum og ljótum eikarkrossi. Nú er við höldum sjómanna- dag, og minnumst látinna sjómanna með djúpri þögn finnst mér við ekki vera sjálfum okkur samkvæmir, með að halda sjómannadag, nema við sínum þessu óræktarleiði fulla ræktarsemi, og reisum því veglegan minnisvarða. Nú munu menn halda að ég væri hér með þetta minnisvarðamál, vegna þess að ég héldi að þessi óþekkti sjómaður, sem grafinn er í Foss- vogs-kirkjugarðinum, hafi verið kunningi minn, sem að framan getur, en því fer fjarri. Það hafa svo mörg sjórekin lík fundist hér við strendur landsins, að full ástæða hefir verið fyrir hendi, til þess að búið væri að koma þess- um minnisvarða óþekkta sjómannsins upp. Mörg leiði þessara óþekktu sjómanna hafa'ekki verið merkt í kirkjugörðum og því ekki hægt að vita hvar þau eru, þó menn vildu. En þar sem nú er runnin upp alda, sjómanna alda, að halda minningardag sjómanna, og minnast drukkn- aðra félaga sinna, og með því að vera vitandi vits um það, að til er leiði óþekkts sjómanns, sem lítil eða engin rækt er lögð við, þá getum við ekki verið eins og ég sagði áðan, sjálfum okkur samkvæmir, með minningu drukknaðra sjómanna á sjómannadaginn, nema að við sýn- um því virðingu og ræktarsemi. Það hlýtur að verða krafa sjómannadagsins, sem fyrr eða síð- ar nær fram að ganga. I trausti þess enda ég þessar línur í fullri vinsemd og virðingu. Tómas Sigvaldason. Lesendur! Styðjið málefni sjómanna með því að kaupa merki dagsins og sœkja skemt- anirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.