Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 20

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 20
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ mílur þaðan sem við vorum. Skjót hjálp er naúðsynleg. Loftskeytastöðin í Reykjavík svar- ar þegar, sáma gera fjórir togarar, sem líka eru að hlusta. Togarar þessir, sem voru að veið- um al-ljósaðir, slökkva fiskiljósin einn eftir annan, eftir því sem þeir fá innbyrt vörpuna, og kveikja á siglingaljósunum í staðinn. Svo leggja þeir af stað í áttina til strandstaðarins. Dimmviðrið gerir þeim ferðina erfiða. Til strandaða skipsins heyrist ekki lengur. Sjór hefir fallið inn í vélarrúmið og stöðvað ljósa- vélina, en skipið var ekki útbúið rafgeymum til notkunar í neyðartilfelli. Loftskeytamaðurinn getur ekki lengur sent. Neyðarskeytið varð hans síðasta sending. En lengi vel getur hann hlustað á skipin, sem eru að nálgast, og hinir bágstöddu menn, fá vitneskju um hjálpina, sem er á leiðinni bæði frá sjó og landi. Skipið, sem ég var á, kom á strandstaðinn kl. 5 um morguninn. Björgunarstarfsemi frá sjó reyndist ófær. Við komum nægilega snemma til að geta orðið sjónarvottar að einhverju hinu átakanlegasta sjóslysi, sem orðið hefir hér við land. Sjórinn og sjólífið hefir tvennar hliðar, og það er ekki víst að allir sjái þær báðar með sömu augum. Unglingarnir fagna venjulega fyrstu sjóferðinni, en hinn gamli sjómaður fagnar engu að síður þegar hann getur snúið bakinu að gamla Ægi. Hinn frægi brezki rithöfundur Johnson sagði einu sinni: „Enginn vildi í rauninni verða sjó- maður, því enginn vildi setja sjálfan sig í fang- elsi. Því það að vera á skipi er sama og vera í fangelsi, þar sem menn eiga á hættu að drukkna". Við sjómennirnir finnum oft, hvað við erum miklir útlagar hjá þjóð vorri. Með samtökunum um sjómannadaginn hefst stórfelld viðleitni til að sameina sjómennina til sameiginlegra átaka, fyrir menningariegum velferðarmálum sínum og til að vekja þjóðina til meðvitundar og skiln- ings á hinu mikilsverða hlutverki sjómanna- stéttarinnar í okkar þjóðfélagi. Dagurinn á einnig að verða minningardagur drukknaðra sjómanna. 1 því sambandi ættu allir landsmenn að geta sámeinað sig um mikla hug- Vélstjórastéttin. Svo sem kunnugt er, hefir sjómennska verið stunduð hér síðan landið byggðizt, en ýmsar greinar sjómannastéttarinnar eru aftur á móti ungar og þar á meðal er vélstjórastéttin. Síðan um aldamót hafa mjög breytzt lifnað- arhættir og atvinnuskilyrði þjóðar vorrar. Vél- arnar hafa hér eins og annarsstaðar rutt sér til rúms og gerbreytt starfsaðferðum. Orkuver og iðnaðarfyrirtæki hafa risið upp og er nú varla svo bátur eða skip, að ekki sé knúið áfram með vélum. Eigi mun það með vissu vitað, hver hafi ver- ið hinn fyrsti starfandi vélstjóri hérlendra manna; þó mun mega telja með þeim fyrstu eða fyrstan Guðmund heitinn Viborg, fæddan 3. júní 1866 að Svanvík í Reykjarfirði vestra. Hann vann á vélaverkstæði í Álftafirði við Isa- fjarðardjúp á árunum 1890—94, en þá varð hann yfirvélstjóri á „Solid" frá ísafirði og ,,Ás- geir litla", eign Ásgeirs Ásgeirssonar kaup- manns á Isafirði, og enn síðar á gufubátnum „Hvítá" frá Hvítárvöllum í Borgarfirði, eign þýzks baróns, er átti Hvítárvellina um eitt skeið. Mun Guðmundur hafa starfað annað veif- ið sem vélstjóri fram á árið 1910, að hann hætti því starfi og stundaði gullsmíði í Reykjavík eftir það. Næstir Guðmundi Viborg voru starfandi vél- stjórar þeir Guðbjartur Guðbjartsson, sem byrj- aði 1895, nú starfandi sem 1. vélstjóri á varð- skipum ríkisins; Ólafur Jónsson 1897, nú bóndi mynd, en hún er sú: að vinna að því með ráð- um og dáð, að hér í höfuðstað landsins verði reistur veglegur allsherjar minnisvarði yfir drukknaða sjómenn. Slíkur minnisvarði myndi hafa stórkostlegt uppeldislegt gildi og verða til uppörfunar fyrir íslenzkan æskulýð, sem talandi tákn þess, að þjóðin kynni að meta að verðleik- um alla þá, sem látið hafa lífið í hinni hörðu atvinnubaráttu, svo þjóðin gæti hfað menning- arlífi í landinu. Henry Hálfdansson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.