Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 10

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 10
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Sjómannadagur. 1 dag er merkur viðburður í sögu íslenzkrar sjómannastéttar að gerast. í fyrsta skipti hafa sjómennirnir ákveðið að koma fram sem sam- takáheild, til þess að kynna landslýðnum lítið brot af störfum sínum og hugsjónum, að svo miklu leyti sem því verður við komið, með þeim undirbúningi, er þessi fyrsti sjómannadagur hefir hlotið. Það mun öllum ljóst, að störf og líf sjómann- anna er svo frábrugðið lífi fólksins í landi, að því verður aldrei með neinum rétti saman jafn- að. Að fara nokkuð út í þann samjöfnuð, skal ekki gert að þessu sinni, aðeins bent á stáð- reyndir. Eins og Leifur Eiríksson lét úr höfn í Noregi fyrir 937 árum, til þess að hitta föður sinn, er mest hefir aukið hróður landsins í fortíð og nútíð, vill ekki vera afskipt og áhrifalaus í sínu umhverfi. Sjómannadagurinn á að verða einn af aðal- hátíðisdögum ársins. Svo mikið eiga landsmenn sjómönnunum gott upp að unna, sérstaklega þeir, sem gæfan hefir borið léttara og þægilegra hlutskipti í verkaskiptingu þjóðfélagsins, að þeim ætti að verða kappsmál að þessi dagur verði sjómönnunum hinn ánægjulegasti. Á sjómannadaginn verða endurvaktar hinar hollu og karlmannlegu sjómanna-íþróttir, stakkasund og kappróður. Keppt verður í björg- unarbátum á Reykjavíkurhöfn. Einnig fer fram keppni í knattleik, milli íslenzkra og erlendra sjómanna. Þetta þurfa allir Reykvíkingar að koma og sjá. Einnig hópgöngu sjómanna og minningarathöfn við Leifs styttuna. Merki Sjó- mannadagsins, víkingaskipið, verður selt á göt- unum allan daginn. Öllum ágóða af deginum verður varið til menningarlegra markmiða varð- andi sjómannastéttina. þá bjó á Grænlandi, eins láta íslenzkir sjómenn enn úr höfn á öllum tímum árs, til þess nú að færa björg í bú, bæði fyrir skyldulið sitt og fyrir þjóðina í heild. Þótt ekki sé lengur hætt við að þeir lendi í slíkum hafvillum sem þessi forfaðir okkar og frumherji íslenzkrar sjó- mannastéttar, hafvillum, sem að þessu sinni urðu þó til þess að hann fann Vínland hið góða, eða Ameríku, eins og nú er kallað, þá er það vitanlegt, að margar svaðilfarir fara sjómenn- irnir enn og því miður segir ekki frá þeim öllum. En þeir, sem koma aftur, láta ekki hugfallast, þótt þeir hafi ratað í hann krappan, þeir halda ótrauðir út í nýja för, eins og Leifur Eiríks- son, er þrátt fyrir hrakninga þá, er hann lenti í, hélt samt ótrauður áfram förinni og lenti að lokum heilu og höldnu á ákvörðunarstaðnum síðla hið sama sumar. Því verður þó ekki á nokkurn hátt saman jafnað, skipunum og aðbúnaði öllum, er forn- menn urðu að sætta sig við, og því, er við nú eigum að venjast. Afrek Leifs Eiríkssonar verð- úr því að teljast eitt af þeim frækilegustu, er sjómenn hafa af hendi leyst, og því heiðra ís- lenzkir sjómenn í dag þennan forna stéttar- bróður sem ímynd þess bezta og hugdjarfasta. Sjómennirnir eru fljótir að gleyma þótt erfið- lega hafi gengið. Þeir fyrirgefa hafinu margt, margan ónotakipp, margt áfallið, þegar viltar öldur þess kasta fleytum þeirra milli sín eins og leiksoppi og við ekkert verður ráðið. Svo kemur sólin og blíðan — það muna þeir, ásamt mörgum góðum feng, er það veitti. Þeir muna það ennfremur, er það brosir við þeim og laðar þá, eins og seiðkona ungan svein. Sjómennirnir eru líkari farfuglum en nokkur Önnur stétt þjóðfélagsins, þeir eru ekki stað- bundnir, þeir una því vel að sjá ný lönd og kynnast nýjum siðum, þeir elska lífið og frelsið og þora líka að hætta því. Sjómennirnir geta vel tileinkað sér orð Egils: Það mælti mín móðir, að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar, fara á brott með víkingum. Þeir eru alltaf reiðubúnir til þess, er ætt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.