Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 47

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 47
SJ ÓMANN AD AGSBLAÐID því til þess að koma í veg fyrir það tap, sem myndaðist við það, að eimurinn þéttist, er hann streymdi inn í strokkinn, varð hann að vera svo heitur, sem mögulegt var, og á meðan þétt- unartímabilið stóð yfir, varð hitastigið að vera eins lágt og mögulegt var, til þess að geta feng- ið sem mest tóm og þar með sem mestan þrýst- ingsmismun á milli lofts- og eimþrýstings í strokknum. Að öllu þessu athuguðu, ásamt því, að út- streymishraði eimsins er mjög mikill, jafnvel þó þrýstingsmismunurinn sé lítill, fann Watt upp á því árið 1765, að skilja þéttiholið frá eimstrokknum og að viðhalda tómi í þéttiholinu með því að dæla úr því vatni og lofti. Tengi- liðinn milli strokks og þéttihols gerði Watt úr pípum, sem ýmist voru lokaðar eða opnar, eftir því sem við átti. Þar með var gátan ráðin. Nú var hægt að láta eiminn þrýsta öðrum megin á bulluna, en hafa lofttómt rúm hinum megin við hana, án þess að kæla strokkinn. Watt smíðaði þegar tilraunavél með strokk, þétti og dælu, sem hann svo tengdi saman með pípum og lokum. 1 stað þess að kæla strokkinn, eins og áður var gert, smíðaði Watt hann með eim- káþu, sem hann lét eim stréyma* í gegnum til þess að halda honum nógu heitum. Þessi tilraunavél Watts er nú geymd í Ken- singtonsafninu í London og er ein af þess dýr- mætustu munum. Með hvílíkri nákvæmni og skarpskygni Watt hefir rannsakað hitafræðilega eiginleika eimvél- arinnar má ráða af einkaleyfisskjali hans árið 1769, sem er, án efa, eitt hið merkasta skjal, sem til er úr sögu iðnfræðinnar, þar eð telja má, að með því sé lagður homsteinn vélamenningarinn- ar fyrir nærfelt 170 árum. Þar segir meðal ann- ars svo: „Mín aðferð til þess að minnka eimnotkun- ina og þar með eldsneytiseyðsluna í hitavélinni byggist á eftirfarandi fyrirkomulagi: 1) Hylkinu, sem eimaflið vinnur í, til þess að halda vélinni gangandi, og í venjulegum hitavélum er nefnt sívalningur, en ég kalla hylki, verður að halda jafnheitu og eim- urinn er, sem í það streymir, á meðan vél- 23 in er í gangi, í fyrsta lagi með því, að hafa utan um það kápu úr tré eða öðrum slæm- um hitaleiðara, í öðru lagi með því að nota eim eða annað heitt efni til þess að hita það, og í þriðja lagi með því að láta ekki vatn eða aðra hluti, sem kaldari eru en eimurinn, komast í samband við |)að. 2) I vélum, sem vinna eingöngu eða að nokk- uru leyti með þéttun eimsins, verður að láta eiminn þéttast í sérstöku hylki, sem er laust við eimhylkið, og þannig fyrir komið, að eimurinn geti streymt í það, þegar búið er að nota hann í eimhylkinu. Þetta hylki kalla ég eimsvala. Á meðan vélin vinnur, verð- ur að halda eimsvalanum að minnsta kosti eins köldum og andrúmsloftið er, með vatni eða öðrum köldum hlutum. 3) Öllu lofti og hinum þenjanlega eimi, sem ekki þéttast fullkomlega við kælinguna í eimsvalanum, verður að dæla úr eimhylk- inu eða eimsvalanum með dælu, sem knú- in er annað hvort af vélinni sjálfri eða á annan hátt. 3) Ég hugsa mér í mörgum tilfellum að nota yfirþrýsting eimsins á sama hátt og loft- þrýstingurinn er notaður nú í venjulegum hitavélum, til þess að hreyfa bullu eða ann- að, sem kemur í hennar stað, og fram- kvæma þannig vinnu. Ef svo stendur á, að ekki er til nægilegt vatn til þess að kæla eimsvalann, má knýja vélina með eimafl- inu eingöngu, með því að láta eiminn streyma út í loftið, þegar búið er að nota hann.“ Watt færði sér aldrei í nyt síðasta lið einka- leyfisins, því hann smíðaði eingöngu vélar með eimsvala, eins og kunnugt er. 1 fyrstu smíðaði Watt einvirkar vélar, sem mest voru notaðar til þess að knýja dælur í námum og víðar. Þessar vélar fóru þegar sig- urför um allt landið, langt fram yfir þær vonir, sem Watt hafði gert sér, einkum í þeim héruð- um, sem lítið var um kol í, því þær eyddu að- eins % eldsneytis á við Newcomensvélar og að- eins helming á við þær Newcomens-vélar, sem Sheaton hafði endurbætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.