Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 39

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 39
SJÖMANNADAGSBLAÐIÐ 19 loknum veiðum. Þetta er svo mikill kostur, að hann verður að telja nægilegt tilefni til þess að komið verði upp einni aðalstöð (Control- Station), með einni eða fleiri hjálparstöðvum, þar sem siglingar eru örastar upp að landinu og þar sem fiskiskipin eru flest, og jafnvel þótt það kæmi á daginn, að skip og bátar, sem að- eins hefðu talstöðvar, gætu ekki haft nema tak- mörkuð not af þessum stöðvum. Ef við íslendingar hugsuðum okkur að taka upp þetta ágæta fyrirkomulag, eða eitthvað svipað, þá þarf að athuga hvar þörfin er mest. En reyndar er ekki um að villast, að það er suðvesturlandið. Þangað liggur leið flestra skipa frá útlöndum, upp að Portlandi, Vestmannaeyj- um og Reykjanesi. Þar eru stærstu fiskiver landsins, t. d. Vestmannaeyjar, sem jafnframt er viðkomustaður allra áætlunarskipa, bæði inn- lendra og útlendra. Þarna eru einnig beztu fiski- mið landsins, Selvogsbanki. Þar eru fiskiskipin flest á versta tíma árs. Hinn mesti sægur af skipum þarf því að geta fundið þarna miðanir frá landi. Mörg þessarar skipa hafa ekki mið- unartæki, en flest hafa þau loftskeytatæki og talstöðvar, og gætu því að líkindum öll haft not af miðunarstöð. Að öllu þessu athuguðu er það ljóst, að mið- unarstöð þarf nauðsynlega að koma upp á suð- vesturlandi. Nú er loftskeytastöð þegar fyrir í Vestmannaeyjum og þyrfti aðeins að fá þangað miðunarmóttakara, sem settur væri upp utan við bæinn, til þess að forðast truflanir. Þessi móttakari væri svo í símasambandi við loft- skeytastöðina og þar með væri miðunarstöðin komin. Hana þyrfti ekki að starfrækja á nótt- unni, fyrst í stað, eða á meðan úr því fengist skorið, hvort virkileg þörf væri fyrir hana eða ekki. Skip sem ætluðu að fá sér miðun að nóttu til yrðu að tilkynna það fyrir vissan tíma á kvöldin. Þetta fyrirkomulag er notað erlendis á fáförnum skipaleiðum. Ef það hinsvegar kæmi í ljós, að þörf væri á verði allan sólarhringinn, væri sjálfsagt að gera það. Tekjur af aukn- um viðskiptum stöðvarinnar gengju þá að sjálfsögðu upp í aukinn reksturskostnað henn- ar. — Þetta er fyrsta sporið sem þarf að stíga til verulegra umbóta í þessu efni. Það þarf að koma upp miðunarstöð í Vestmannaeyjum. Sú stöð mundi bæta úr brýnustu þörfum, og gæti ef til vill dugað fyrst um sinn. En óneitan- lega væri þó þægilegt, að komið væri upp hjálparstöðvum með símasambandi við Vest- -mannaeyjar, aðra til krossmiðana fyrir skip, sem koma frá útlöndum eða eru á ferð við suðurströndina, hina fyrir svæðið frá Vest- mannaeyjum að Reykjanesi. Staðir fyrir hjálparstöð fyrir austan Vest- mannaeyjar eru vafalaust margir heppilegir. Rétt er að benda á nágrenni Ingólfshöfða, t. d. Fagurhólsmýri. Þá stöð mætti nota í allt að 150 mílna fjarlægð frá Vestmannaeyjum, á skipa- leiðum frá Evrópuhöfnum og alla leið að Port- landi. Fánýtt er að segja sem svo, að miðunarstöð, t. d. í Vestmannaeyjum, sé óþörf, því allt hafi komist af án hennar hingað til. Það er fjarri því að vera rétt. Á þessum slóðum eru skip allt- af að villast, upp að Grindavík, Selvogi, Stokks- eyri og Landeyjum, að ógleymdum söndunum, þessum sannkallaða kirkjugarði skipanna. Þar liggja skipsflökin hlið við hlið á kafi í sand- inum, svo langt sem augað eygir. Orsakir þessara ófara skipanna eru margvís- legar. Sum hefir rekið upp undan álandsvindi og hafróti, með brotið stýri eða bilaða vél. Önn- ur — og þau eru fleiri — hafa villst þarna upp í náttmyrkri, vegna áttavitaskekkju eða óþekktra strauma. Djúpir álar teygja anga sína þarna fast upp að landinu. En sandarnir sjálf- ir sjást ekki fyrr en á þeim steytir, sérstak- lega þegar snjór er á landinu og fjarlæg fjöll á landi villa sjómönnum sýn, svo að þeir telja sig vera fjarri landi og öllu sé óhætt, — þar til allt er um seinan. Skiptöpum fer nú fækk- andi við sandana, síðan vitinn kom á Alviðru- hamra. Þó fer því enn fram, að slys verði á þessum slóðum, sérstaklega fyrir miðjum Meðal- landssandi, en þar er enginn viti. Þetta þarf að girða fyrir í framtíðinni, eftir því sem unnt er. Fram hjá þessu illræmda svæði þarf að marka ö 11 u m skipum glögga leið. Skip eiga ekki að þurfa að villast framar upp á sandana, vegna vöntunar á miðunum frá landi. En radiovitarn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.