Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 71

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 71
Sjómennirnir og blöðin. Hvernig vœru kjör sjómanna, hefdu þeir ekki átt sitt eigið málgagn? EGAR sjómennirnir minnast stéttar sinnar í dag og líta yfir farinn veg, er ekki úr vegi að minnast á það, hvaða styrk sjómannastéttin hefir fengið utan að í hagsmuna og menning- arbaráttu sinni. 1 allri baráttu er það afar mikils virði, að hafa almenningsálitið með sér. Þau stéttarsam- tök sjómanna, sem eiga dýrkeypta reynslu af mörgum deilum um kaup og kjör félaga sinna, vita, að það þýðir lítið að stilla upp sanngjöm- um og hógværum kröfum, ef ekki eru til máls- svarar, sem opinberlega geta gert almenningi kunnar þessar kröfur og skýrt út aðstöðu sjó- mannastéttarinnar. Og þessa reynslu hafa ekki aðeins hin eldri sjómannasamtök, heldur og öll samtök alþýð- unnar í landinu. Fyrstu samtök sjómanna var „Báran“, stofn- uð fyrir aldamótin. Þá átti alþýðan engin blöð, og blöð annara stétta voru alls ekki fús til þess að ljá rúm fyrir greinar til að skýra út afstöðu sjómannastéttarinnar. Flestar kröfur „Bárunn- ar“ urðu að lúta í lægra haldi, enda almenningi aðeins gerð kunn afstaða og skoðanir annars aðilans. Svona var það allar götu til 1916. Þá var fyrsta stórdeilan, sem sjómenn áttu í og þó að Dagsbrún, sem var lítið blað með litla útbreiðslu, gerði sem það gat til að útskýra hinar sanngjörnu kröfur sjómanna, þá var blaðavaldið svo miklu meira frá hinni hliðinni. 1919 var Alþýðublaðið stofnað, enda var það eitt af fyrstu verkum alþýðusamtakanna, og ekki síður sjómannafélaganna en annara félaga, eft- ir að þau komumst á fastan rekspöl, að stofna sitt eigið blað, sinn eigin málsvara. Allir, sem nú eru komnir til vits og ára, þekkja söguna síðan. Þeir vita, að Alþýðublaðið hefir allt af barizt fyrir hagsmunum sjómannastéttarinn- ar. — Hvernig halda menn að hefði tekizt til með togaravökulögin, hefði Alþýðublaðið ekki frá stofnun sinni barizt sleitulaust fyrir þeim? Hvernig halda sjómenn að hefði geng- ið að fá fram slysatryggingalögin og um- bæturnar á þeim, ef Alþýðublaðið ekki hefði verið til? Hvernig halda sjómenn að hefði ver- ið með dánarbæturnar, eða sjóveðsréttinn? Hvað halda þeir að kaup þeirra væri nú, eða aðbúðin að þeim um borð í skipunum, eða hvernig halda þeir að hefði verið umhorfs nú í öryggismálum sjómanna, hefði alþýðan ekki haft málgagn sitt Alþýðublaðið ? Allir sjómenn og öll alþýða í landinu veit, að Alþýðublaðið hefir ætíð barizt fyrir öllum þessum málum. Það er því engin furða, þó að sjómennirnir líti fyrst og fremst á Alþýðublaðið sem sitt eigið málgagn, auk þess sem það hefir allra blaða mest á annan hátt kennt þjóðinni að meta starf sjómannastéttarinnar fyrir alla þjóðina og mest og bezt barizt fyrir nýjungum 1 sjáv- arútvegsmálum og nýjum skipum. Alþýðublaðið hefir blaða fyrst tekið upp að birta nákvæmar fréttir af aflabrögðum og atvinnu sjómanna. Þetta hefir kennt þjóðinni að meta starf og stríð sjómannastéttarinnar betur en menn gera sér ljóst í fljótu bragði. Alþýðublaðið hefir jafnframt því að vera trútt hlutverki sínu sem málsvari alþýðunnar fylgzt vel með í öllum nýjungum í blaðamennsku og flytur allar markverðar fréttir bæði útlend- ar og innlendar og Sunnudagsblað Alþýðublaðs- ins er vinsælasta aukablaðið, sem út kemur hér. Alþýðublaðið kemur út alla rúmhelga daga kl. 3—3,30 og Sunnudagsblaðið á laugardögum. Alþýðublaðið kostar kr. 2,50 á mánuði og sá, sem kaupir það, þarf ekki að kaupa annað blað til þess að geta fylgst vel með í öllu því, er máli skiptir. Sjómennirnir vita að Alþýðublaðið hefir allt af tekið vel í málaleitanir þeirra og gert þeirra mál að sínum málum, þess vegna hafa þeir gert sitt til að skapa Alþýðublaðið og munu vinna áfram að því að efla það. ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.