Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 53

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 53
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25 dró hann sig í hlé frá verksmiðjunum, en vann samt stöðugt að nýjum uppfinningum, og sagt er, að margir hafi sótt til hans þekkingu og ráð, sem hann var fús á að gefa hverjum, er til hans leitaði um slíka hluti. Það hefir orðið hlutskipti flestra mikilmenna og brautryðjenda í heiminum að eiga erfitt uppdráttar. Samtíðarmenn þeirra hafa sjaldan skilið þá, og hugsjónir þeirra hafa ekki sam- rímzt eiginhagsmunum ýmissa mikilsmegandi manna, sem hafa þess vegna beitt áhrifum sín- um gegn hinum nýju framförum. James Watt fór ekki, frekar en aðrir hug- sjónamenn, varhluta af skilningsleysi samtíð- ar sinnar og eigingirni og þröngsýni þeirra, er þóttust hafa mestan hag af þekkingarleysi manna og kyrstæðu athafnalífi, en fáir munu hafa unnið svo mikilvæga sigra í lífsbaráttunni og getað að lokum litið yfir jafn mikilfenglegt æfistarf sem hann. James Watt lézt 19. ágúst 1819, 83 ára að aldri, og er grafinn í Hansworth, en í West- minster-kirkjunni í London er honum reistur veglegur minnisvarði. Á fótstallinn er þetta letrað: Eigi til að forða við gleymsku því nafni, sem uppi mun vera, meðan lögð er stund á friðsamlega iðju, heldur til að bera því vitni, að mannkynið hefir lært að heiðra þá menn, sem mestar verðskulda þakkirnar, reisti koungurinn, ráðgjafar hans og margir aðalsmenn vorir og ríkisborgarar þetta minnismerki um James Watt, sem neytti snilldargáfu sinnar, er hann hafði þrosk&ð með vísindarannsóknum, til endurbóta á eimvélinni, og jók með því við auðæfi föðurlands síns, gerði mennina máttugri og ávann sjálfum sér heiðurssess meðal ágætustu vísindaiðkara og sannra velgerðamanna veraldar. Fæddur i Greenock 1736. Andaðist í Heathfield í Staffordshire 1819. 1>. L. Fyrsta mótorskip heimsins og hlutdeild vélstjóra í gengi mótorskipanna. Hinn 17. febrúar 1912 var lokið smíði hins fyrsta mótorskips heimsins. Þann dag byrjaði að rætast sá mikli draumur hugvitsmanna þeirra tíma, að sjá dieselmótorskip kljúfa öld- ur heimshafanna. Að sjálfsögðu hafa þeir þó ekki vaknað við það, að skipið fór með fullri ferð úr höfn. Það var síður en svo, að þetta skip væri Aladdíns-gjöf, heldur þvert á móti árangur margra ára heilabrota og erfiðis ágæt- us.tu hugvitsmanna og menningarfrömuða heimsins. Hér skal ekki farið út í það, að lýsa öllu því erfiði og þeim fjárhagslegu fórnum, sem þurfti að færa til undirbúnings þessa mikla sigurs á vélrænu sviði, en aðeins látið nægja að geta þess, að árum saman hafði verið unnið að því að gera mótorinn svo fullkominn, að hann væri nothæfur í hafskip; en það var í þetta sinn eins og oftar, að kyrrstöðumennirnir álitu hina framsýnu hugvitsmenn ekki annað en æfin- týramenn. Raddirnar urðu æ háværari um það, að æfintýrið væri full kostnaðarsamt, og kyrr- stöðumennirnir voru jafnvel farnir að hlakka til þess að innan skamms yrðu þeir bjartsýnu menn að horfast í augu við þann beiska sann- leika, að allar þeirra framtíðarvonir um skips- mótora og mótorskip hefðu aldrei verið annað en morgunroðahillingar, og allt þeirra erfiði og fjárhagslegu fórnir væru fyrir gýg. Þannig var málum komið, þegar einn hinn mesti atorkumaður Dana, sem uppi hefir verið um langan tíma, etatsráð H. N. Andersen, stofn- andi og framkvæmdastjóri Austur-Asíufélags- ins, kallaði til sín þáverandi framkvæmdastjóra Burmeister & Wain verksmiðjunnar í Kaup- mannahöfn, Ivar Knudsen, ræddi við hann um málið og lét hann skýra fyrir sér hugmyndina með dieselmótora í verzlunarskip. Andersen sá strax, að hér var um mikla framtíðarmöguleika að ræða, og að dieselmótorinn myndi gerbreyta afkomu verzlunarflotans til hins betra, og eftir nákvæma yfirvegun, steig svo H. N. Andersen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.