Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Page 50

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Page 50
'Hugsum okkur, ef Búnaðarfélag íslands, væri stjórn- að af sömu stjórnmálaflokkum algjörlega samkvæmt línum flokkanna, en ekki eins og nú er, af bændun- um sjálfum, hvílíkann glundroða það mundi skapa. Eða ef önnur hliðstæð fyrirtæki yrðu fyrir slíku: Guð forði bændum landsins frá því í lengstu lög. Það ©r ábyggilega bezt að atvinnutækin, séu rekin sem mest með hag þeirra fyrir augum, sem efnivið- inn leggja til, þá verður að þeim mest gagn fyrir þjóðarheildina. Þeir, sem leggja til vinnuna og tækin, eiga að stjórna þeim fyrirtækjum, sem þei-r starfa við, en ekki menn, sem eru valdir á hverjum tíma, eftir dutlungum stjórnmálanna. Það var í upphafi tilgangurinn með stofnun þess- ara fyrirtækja, að létta undir með sjómönnum og útvegsmönnum, til þess að afla mikils og til þess að koma hráefninu í meira verðmæti, til hagsbóta fyrir land og þjóð. Þá var ákveðið, að verð hráefnis- ins skyldi miðast við það að verksmiðjurnar hefðu nægilegt fé á hverjum tíma til greiðslu á vöxtum og afborgunum. Ættu því verksmiðjurnar, að vera eftir vist árabil eign þeirra, er legðu til hráefnið. Hvernig sú hlið málsins hefir orðið í framkvæmdinni, er met ekki kunnugt. En eitt er víst, að sjómenn og útgerðarmenn eiga fullan rétt á að hafa á hendi stjórn fyrirtækjanna, samkvæmt eðli málsins og það verður ábyggileSa heppilegasta fyrirkomulagið. Þýðing sjómannadagsins, er því eigi aðeins su> að menn komi saman, til þess að kynnast og gleðjast sameiginlega, heldur og sú, að minna þjóðina á starf þeirra og tilverurétt sinn, til afskipta, af málefnum, sjómanna á hverjum tíma. Svo og að minna sjómenn- ina sjálfa á skyldur þeirra við þjóðfélagið og nauðsyn samtakanna, svo að stéttin verði voldug og sterk 1 átökunum v.ið Ægi og í baráttunni fyrir réttlætiS' málum sjómanna. Baráttunni fyrir nýnefndu — og öðrum réttlætis- málum, verður haldið áfram, þar til sigur vinnst, og að því hlýtur að koma hið bráðasta, ef að sannast skal í verki það sem haft er á í orði, að réttlæti og lýðræði ríki í landinu. Sjómannahój að Hótel Borg. 30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.