Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 24
Nors\ fisJ{isl{ipahöfn, S\erjagarðurinn.
eðlilega hinna mörgu vina okkar í hópi forráða-
manna Slysavarnafélags Islands og annarra sjó-
manna, og mér varð það sérstaklega ofarlega í
hug, hve blessunrríkt starf sá ágæti félagsskapur
hefir innt af hendi og vinnur í þágu þjóðarinnar
allrar. Var mér það einnig harla lærdómsríkt að
horfa á björgunaræfingar þeirra frændanna
norsku, og fagnaðarefni, hve öryggi sjómanna og
annarra sæfarenda er með þeim hætti tryggt
betur en áður var.
En hér var fleira, sem um annað fram dró að
sér athygli okkar hjónanna. Við vorum hér á
söguslóðum, því að þaðan sem við sátum á sævar-
ströndinni sá inn í mynni Hafursfjarðar, en eins
og alkunnugt er, var þar í fornöld háð hin fræga
Hafursfjarðarorusta milli Haralds konungs hár-
fagra og andstæðinga hans. Bar konungur sigur
af hólmi í þeirri úrslitaorustu, og leiddi það til
þess, að höfðingjar, er ekki vildu lúta yfirráð-
um konungs, kusu fremur að flýja land og leit-
uðu margir þeirra til íslands. Um þessa söguríku
orustu fer dr. Sigurður Nordal eftirfarandi orð-
um í hinni merku bók sinni íslenzk menning
(1942);
„Samkvæmt hinu forna íslenzka tímatali lauk
baráttu Haralds til ríkis í Noregi með úrslitasigri
hans í Hafursfjarðarorustu 872. En á síðari árum
greinir menn mjög á um, hvort þetta ártal sé rétt,
og þykir hitt sennilegra, að sú orusta hafi ekki
orðið fyrr en milli 880 og 890 og hafi íslendingar
einmitt miðað ársetningu hennar við upphaf
landnámsaldar, sem þeir hafi kunnað betri skil a.
Þetta vandamál er hér ekki unnt að ræða. En
þess eins skal getið, að sterkar líkur mæla með
því, að lítill útflutningur hafi átt sér stað til Is-
lands fyrr en um og eftir 890. Hafi orustan i
Hafursfirði verið háð 872, væri það ótrúlegra, að
ofríki Haralds hafi verið bein aðalhvöt flestum
landnámsmönnum að stökkva úr Noregji. Þa^
mundi varla hafa tekið þá 20—30 ár að átta sig
á því harðræði, sem þeir urðu við að búa.“
Eitt er víst, að með orustunni sögufrægu i
Hafursfirði voru örlög hinnar íslenzku þjóðar
ráðin að eigi litlu leyti, og má því að sama skapi
rekja þangað meginrætur landnáms íslands og
stofnunar hins sjálfstæða íslenzka ríkis til forna.
Má í því sambandi minna á orð Jóhanns skálds
Sigurjónssonar:
8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ