Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Qupperneq 38
Iþróttir Sjómannadagsins
Hugsjón formannsins.
Á fögrum vormorgni fyrir mörgum árum, þegar
við karlarnir vorum ennþá menn með mönnum,
skeði það, að loftskeytamaðurinn kom á stjórn-
pallinn með aflafréttirnar að vanda. Skipstjórinn
hafði lagzt til svefns, en stýrimaðurinn togaði á
austurbrún Isafjarðardjúpsins, og fékk ekki bein.
Fréttir frá flotanum gáfu til kynna, að víðar væri
lítið að gera heldur en á Hafstein.
Sjórinn var spegilsléttur. Reisuleg undiralda af
suðvestri vaggaði gnoðinni þægilega. Morgun-
sólin stafaði sjóinn gullnum geislum úr norð-
austri. Múkkinn mókti sæll og glaður og færði sig
aðeins um set til þess að verða ekki fyrir fram-
stafninum, þegar skipið skreið áfram. Ritan
sveimaði um syfjulega án sýnlegs takmarks. Há-
setarnir sváfu úr sér þreytuna, eftir síðustu hrot-
una, sem var nýafstaðin. Allir ofan sjávar máttu
sofa eða móka, nema stýrimaðurinn og auðvitað
trollvaktarmaðurinn, en hann blótaði á laun, í
netjahrúgu fyrir aftan reykháfinn. Var það fegurð
og kyrrð þessa vormorguns norður í íshafi, eða
var hér aðeins löngum meðgöngutíma að ljúka,
á venjulegan hátt, með fullmótuðu fóstri? Eða
verkaði svefninn og drunginn á láði, legi og í
lofti á hið frjóa og sískapandi ímyndunarafl
loftskeytamannsins og gerði það langsýnt og
vökult. Hann byrjaði að tala. Honum sagðist eitt-
hvað á þessa leið: Á fögrum vormorgni eins og
þessum, að lokinni vertíð, þegar flotinn er í höfn
til viðgerða og þrifa, munu sjómennimir helga
sér einn dag á vori hverju, og nefna hann Sjó-
mannadag. Þennan dag munu þeir einkenna með
skrúðgöngum, íþróttum, ræðuhöldum, dansi og
drykkju að kvöldi í veglegustu húsakynnum
höfuðstaðarins. Daginn munu þeir byrja með
kappróðri á milli skipshafna. Þátttakan mun verða
mikil, hver fleyta sem þá verður í höfn, mun
eiga sína bátshöfn í róðrakeppninni. Þá verður
keppt í sundi — stakkasundi og björgunarsundi.
Sú keppni verður uppáhaldskeppni sjómanna og
þátttakan mikil.
Sjómennirnir munu sýna hin vandasömu og
margslungnu störf sín, sem þeir inna af hendi í
starfi sínu á skipunum. Keppt verður í bættningu
netja, vírasamsetningum, lóðabeitingu o. s. frv-
Þeir munu gefa út sérstakt blað á hverjum sjó-
mannadegi. Skrifað af þeim, og prýtt myndum úr
lífi þeirra og starfi. Sjómannadagurinn mun reisa
sjómannastéttinni verðugan mynnisvarða við
Reyk j avíkurhöf n.
Þetta hugarfóstur formanns Fulltrúaráðs Sjo-
mannadagsins, Henrys Hálfdanssonar, hygg ég að
hafi fyrst komist af hljóði á hinum fagra vor-
morgni við ísafjarðardjúp og undirritaður orðið
fyrstur manna til þess að líta það hugarsjónum-
Henry bar gæfu til að bera þessa hugsjón sína
fram til sigurs. Þess vegna höldum við sjómanna-
dag í dag og þess vegna eru þessar línur skráðar
í Sjómannadagsblaðið.
Framkvæmdin.
Strax á fyrsta Sjómannadaginn skipuðu íþrott-
irnar veglegan sess á dagskránni. Þátttakan 1
róðrunum var ágæt. Sjómennirnir mættu til
keppni, oft illa undirbúnir. Dæmi voru til þess að
skip, sem kom í höfn á meðan róðurinn stóð yfir,
sendu róðrasveit í keppnina og náðu góðum ar-
angri.
Sundið var þreytt með nokkrum myndarskap
fyrstu árin, en brátt dró úr þátttökunni. Hun
hefur oft verið undarlega lítil á síðari árum-
Starfsíþróttirnar hafa verið nokkuð á dagskrá, en
þær hafa aldrei orðið veigamikill þáttur í hátíða-
höldunum. Reipdráttur hefur verið mjög vinsseU,
en illa hefur tekizt að fá þátttakendur. Til forna
voru mælskulist og drykkja talin til íþrótta. Þær
listgreinar hafa frá upphafi verið vel ræktar og
notið mikilla vinsælda. Á sjómannadaginn ha 3
sjómennirnir kvatt sér hæfilegs og maklegs hljóðs-
Úr ræðustóli hafa þeir borið fram margar gagn'
legar og tímabærar umkvartanir, og tillögur, sem
hafa þokað góðum málum áfram til sigurs-
Drykkjan hefur oft verið sótt fast, og ekki allta
drukkið við sleitur. Slíkt er karlmannlegt, og
ber það ekki að lasta. þegar sneitt er hjá ofstopa
og eftirmál verða engin. En það hefur verið ein
22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ