Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Qupperneq 43
Fyrstu Sjómamiadagshátíðahöldin við Leifsstyttuna. Fánarnir jelldir, þegar minnst er dru\\naðra sjómanna.
aðeins 3. Hallgrímur Jónsson, Grímur Þorkels-
son og ég. Þar af höfum við Hallgrímur átt óslitið
sæti frá byrjun en margir hafa unnið meira og
rninna í Sjómannadagsráðinu. Af fyrstu 22 full-
trúunum eru nú 9 dánir. Frá því að fyrsti full-
trúaráðsfundurinn var settur, fyrir tuttugu árum,
hafa 625 félagar okkar látizt við skyldustörf sín
á sjónum. Við minnumst allra þessara föllnu fé-
laga okkar með þakklæti og hrærðum huga með
því að rísa úr sætum
Starfsskýrslan.
Við fundarsetninguna lýsti ég dálítið aðdrag-
andanum að stofnun fyrsta Fulltrúaráðs Sjó-
inannadagsins. Þetta fyrsta Fulltrúaráð sjómanna-
dagsins var ríkt af áhuga og trú á málefnið, en
það var bláfátækt í peningalegu tilliti, og hafði
ekki eyri til að verja til starfsemi sinnar, þangað
til það fyrir sérstaka náð fékk lánaðar kr. 100,00
— eitt hundrað krónur, hjá hverju því félagi,
sem að samtökunum stóð og skyldu peningarnir
endurgreiddir strax og sjómannasamtökin hefðu
efni á því, og var það gert strax að afloknum
fyrsta sjómannadeginum.
Þessi félög,, sem lánin veittu standa enn þann
dag í dag efnalega í stað, en ómaginn, sem þau
tóku í fóstur, er orðið efnað fyrirtæki, sem við
síðustu áramót átti eignir upp á 11.4 milljónir
króna og margvíslega möguleika til að auka þau
efni sjómannastéttinni, og þá sérstaklega gömlu
sjómönnunum, til hagsbóta.
Fyrsti fundur ráðsins áminnti stjórnina um að
fara varlega í undirbúningnum undir daginn, því
þótt að þessi lán hefðu fengist þá væri engin vissa
fyrir því að dagurinn gæti borið sig fjárhagslega.
En þrátt fyrir lítil fararefni og margskonar
byrjunarörðugleika fór fyrsti sjómannadagurinn
stórt af stað. Þá var strax lagður grundvöllur-
inn undir starfsemi hans þannig, að enn þann
dag í dag hefur verið lítið útaf því brugðið. í
upphafi var strax rætt um að efna til sýningar
er sýndi siglingasögu þjóðarinnar og þróun í
sjávarútvegi. Skipuð var nefnd til undirbúnings
þessu, en í henni áttu sæti: Þorsteinn Loftsson
vélstjóri, Friðrik V. Ólafsson skólastjóri og Frið-
rik Halldórsson loftskeytamaður. Nefndinni þótti
ekki ráðlegt að koma sýningunni af stað fyrir
fyrsta Sjómannadaginn, en næsta Sjómannadag
sjómannadagsblaðið 27