Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 49

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 49
Bankainnstœðan Saga eftir Georg Tveit. Það var ekki oft, sem Jakob frá Syltevík fór í kaupstaðarferð. Nei, það var nú aðeins einu sinni á ári, þegar hann fór strax upp úr nýárinu í bankann og fékk renturnar færðar inn í banka- bókina sína. Landshlutirnir, sem hann hafði fengið nokkra vetur fyrir mörgum árum lágu í bankanum og ávöxtuðust. Af og til gat hann líka bætt dálítið við hann með ágóðanum af fiskin- um. Hann dró fram lífið með handfæraveiðum á skekktunni sinni og þar sem þau voru aðeins tvö, hann og konan hans, hún Anna, þá þurfti hann aldrei að skerða innstæðurnar, nei. En hann hafði ekki litlar áhyggjur af því, hve miklu stærri innstæðan gæti verið, ef ekki væri þessir bann- settu mótorbátar og snurparar, sem fældu síldina frá landi. Nú fiskuðu þeir langt út í hafi, og aldrei fékk Syltevík neinn landshlutann framar. En það bar til tíðinda haustdag einn, að Jakob varð að fara aukaferð í bæinn. Hann stóð eitt kvöldið í krambúðinni hjá Mönnich og hleraði, að Pétur Tangen, sonur Nikulásar, hafði útvegað sér nýján mótorbát og leitað eftir láni í bankan- um í kaupstaðnum. Jakob fann reiðina blossa upp í sér. Hann stóð stundarkorn og hugsaði. Svo gekk hann út úr búðinni, stikaði eftir gömlu tré- kryggjunni, leysti bátsfestarnar og steig niður í bátinn. Þegar hann hafði sezt undir árar, spýtti hann mórauðu í áttina til Tangens og hóf að tala upphátt við sjálfan sig. — Já, svo strákurinn hans Nikulásar ætlar sér að kaupa mótorbát og fá lánaða peninga í bank- anum. Hann heldur kannske, að hann fái mína peninga lánaða. Nei, fari það í kolað, það fær hann ekki. Daginn eftir reri Jakob í kaupstað, hann hafði vindinn með sér, en Jakob notaði aldrei segl. Hann þoldi ekki annað afl til að knýja bátinn áfram, en það sem fólst í handleggjum hans. Hann reri látlaust, hann vissi að hann þyrfti góða þrjá klukkutíma til bæjarins, jafnvel þó vindurinn væri hagstæður. Mótorbátar komu á eftir og geystust framhjá. Jakob spýtti mórauðu, beit á jaxlinn og tók fastar um árarnar. Hann vissi, að enn ætti hann krafta í kögglum, til þess að kom- ast sína leið. Og þegar hann kom til bæjarins, gekk hann inn í bankann. Maður kom að afgreiðsluborðinu og spurði um erindið. Jakob horfði hvasst á hann. — Segðu mér einn hlut, sagði hann, hafið þið lánað Pétri Nikulássyni Tangen peninga? Bankamaðurinn horfði í fyrstu undrandi á gamla manninn með gráa, úfna hárið. Svo minnkaði hann brosið. — Um það get ég ennþá engar upplýsingar gefið, sagði hann. — Nú, ekki það. Nei, nei, góði. En mína pen- inga á ekki að lána hverjum sem er og í hvað sem er. Jakob dró bankabókina upp úr stóru' umslagi og lagði á borðið. Ég ætla að taka það út, sem í bókinni er, sagði hann. — Alla upphæðina? — Já, hvern eyri. Jæja. Það var dálítil bið, og honum var boðið að setjast. En Jakob settist ekki, hann gekk fram og aftur við borðið, þangað til gjaldkerinn hróp- aði upp nafnið hans. Tólf þúsund, sjö hundruð þrjátíu og fjórar krónur og nítján aura lagði gjaldkerinn á borðið. — Ja hérna, ætlarðu að fara að kaupa þér mótorbát Jakob Syltevík, spurði gjaldkerinn og glotti. Jakob leit á hann og gretti sig eins og honum smakkaðist eitthvað illa. Svo stakk hann pening- unum og tómu bankabókinni í umslagið og fór. Erindi hans í bankanum var lokið . . . Það hafði ekki breytt um átt, á meðan hann dvaldi í kaupstaðnum, svo hann fékk mótvind á leiðinni norðuryfir. Vindurinn jókst, en Jakob færðist í aukana og lagðist þyngra á áramar. Huh? Var einhver að reyna krafta hans? Hann tók mið í landi og sá að honum miðaði norður- eftir, en hægt gekk það. Hann snaraði sér úr úlpunni og lagði hana varlega á öftustu þóttuna. Svo reri hann af kappi og gaf hinni dýrmætu úlpu gætur. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.