Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Síða 52

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Síða 52
Róðrarsveit b.v. Röðuls, sem vann róðraverðlauntn „Risbimanninn", sem Mbl. gaf á sínum títna. Sjómannadagurmn í Reykjavík 1956 Hátíðahöld Sjómannadagsins í Reykjavík 1956 fóru fram sunnudaginn 3. júní. Veður var hið bezta. Skip í höfninni voru fánum skreytt stafna á milli og fánar blökktu við hún um allan bæ. Kl. 10.00 hófst keppni í róðri og sundi við höfnina. 8 skipshafnir tóku þátt í róðrinum, þar af voru 5 frá Reykjavík, 2 frá Hafnarfirði og 1 frá Ólafsvík. í stakkasundi voru þátttakendur 5, en í björgunarsundi aðeins 2. Sigurvegari í kappróðri milli skipshafna minni skipa (undir 200 smál.) varð róðrarsveit m.b. Þórðar Ólafssonar frá Ólafsvík (2 m. 39.2 sek.) og hlaut að verðlaunum June-Munktell bikarinn og auk þess lárviðarsveig Sjómannadagsins fyrir að ná beztum tíma í róðrinum í heild. Sigurvegari í keppni milli skipshafna stærri skipa varð róðrar- sveit togarans Röðuls frá Hafnarfirði (2 m. 42.0 sek.) og hlaut að verðlaunum Fskimann Morgun- blaðsins. Sigurvegari í stakkasundi varð Björgvin Hilmarsson, m.b. Kóp frá Keflavík (1 m. 00.0 sek.). Sigurvegari í björgunarsundi varð einnig Björgvin Hilmarsson (1 m. 12.1 sek.) og hlaut þar með öll hin mörgu og fögru sundverðlaun Sjómannadagsins. Er ekki grunlaust um að reyk- víkingum hafi þótt súrt í broti að láta öll íþrótta- verðlaunin ganga sér úr greipum, og hyggist endurheimta þau hið fyrsta. Hin venjulegu útihátíðahöld fóru fram vð Austurvöll og ávörp flutt af svölum Alþingis- hússins. Hófust þau kl. 14.00 með því að biskup íslands minntist drukknaðra sjómanna og Þor- steinn Hannesson óperusöngvari söng einsöng. Ávörp fluttu, af hálfu ríkisstjórnarinnar Ólafur Thors forsætis- og siglingamálaráðherra. Af hálfu útgerðarmanna Kristinn Gunnarsson, forstjori Hafnarfirði. Af hálfu sjómanna Valgarður Þor- kelsson skipstjóri, en formaður Fulltrúaráðs Sjo- mannadagsins afhenti íþróttaverðlaun, afreks- björgunarverðlaun og heiðursmerki Sjómanna- dagsins. Afreksverðlaun Sjómannadagsins að þessu sinni hlaut ungur sjómaður, Guðmundur Einarsson, hverfisgötu 83, Reykjavík, háseti a togaranum Hallveigu Fróðadóttur, en hann hafði, er skipshöfn togarans Hallveigar Fróðadóttur bjargaði skipshöfn mótorbátsins Hafdísar fra Ólafsvík, stokkið yfir í hinn sökkvandi bót og sótt þangað færeyskan sjómann, sem orðinn var einn eftir í bátnum og ekki treysti sér til að stökkva yfir í togarann. Tókst Guðmundi að koma Færeyingnum yfir í Hallveigu um leið og 36 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.