Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 56

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 56
þeir kyrru fyrir í vökinni, þar sem skipið var, þangað til það sökk, en það mun hafa verið um klukkan sjö. Sjólaust var þarna, en sjóinn skóf yfir bátinn, og vegna þess að brunafrost var, fraus hver dropi samstundis og gaddaði fötin á fólkinu. Bátur okkar hriplak, eins og áður er sagt, og höfðum við ekki annað áhald til að ausa hann með en kornausu. Mér leizt ekki á að hanga þarna í hafís og byl úti í reginhafi, sextíu mílur norðaustur af Langanesi. Segi ég því við Even- sen, að við verðum að reyna að komast út úr vökinni, og ef við getrnn ekki fundið neina rennu, þá verðuin við að draga bátana yfir ísinn, nógur sé mannaflinn til þess. Nú var farið að leita fyrir sér og fundum við örmjóa rennu og gátum við stjakað bátnum eftir henni og úr sjálfheldunni. Skipstjórinn kom á eftir okkur, en jullan fór á öðrum stað og varð þar föst. Biðum við alllengi fyrir utan, því að við bjuggumst við, að hún mundi brotna, og þá hefði verið hægt að skipta fólkinu á hina bátana. En skipstjórinn beið ekki eftir þessu. Hann setti upp segl á sínum bát og sigldi burt. Að lokum komst jullan þó óbrotin gegn um ísinn, en seglið höfðu þeir misst. Tókum við hana nú í eftirdrag. Var hvínandi norðanrok og sigldum við á ofur- lítilli þríhyrnu. En svo kom allt í einu svikalogn, og var þá talað um að jullunni skyldi róið í land. Var þá varpað hlutkesti milli Evensens stýri- manns og Hansens fyrsta vélstjóra, hvor þeirra skyldi taka við stjórn á jullunni, og kom upp hlutur Hansens. Þetta var á laugardagskvöld. Var þá brunafrost, en blæjalogn, og héldum við, að við værum út af Bakkafirði. Skall nú yfir sót- svört þoka. Við reyndum að róa, en gátum ekki róið strauminn dauðann, vegna þess að við höfð- um aðeins tvær árar. Settum við því út drifakkeri og lágum fyrir því alla nóttina. Klaki hlóðst sífellt á bátinn og var orðinn hálf alin á þykkt. Sá hvergi nokkurs staðar í fjöl, nema þar sem fólkið sat. Til allrar hamingju hafði ég þrifið öxi með mér, þegar ég skildi við skipið, og tók nú að höggva klakann af bátnum milli þess, sem ég stóð í austri. Ef við hefðum ekki haft öxina, mundi svo mikill klaki hafa hlaðizt á bát- inn, að hann hefði sokkið. Margar ábreiður voru í bátnum. Lágu sumar í austrinum og þvældust fyrir mér. Fleygði ég þeim fyrir borð, en breiddi aðrar yfir fólkið, þar sem það hnipraði sig saman. Kom fljótt klakahella yfir allt saman og skýldi hún vel. Báturinn og jullan voru samflota, þangað til undir kvöld á sunnudag. Þá var það afráðið, að jullan skyldi reyna að ná landi, því að hún var léttari. Spurði þá Jósep frá Akureyri, hvort hann Hannes Hansson, Karlinn í \otinu, einhver sá dugmesti sjómaður, sem Emil Nielsen \ynntist mcðan hann sigldi hér við land. mætti ekki fara yfir í julluna, því að hann bjóst við að ná fyrr landi á henni. En dóttir brytans, sem var í jullunni, bað um að fá að koma yfir í bát okkar. Sagði Evensen sem svo, að þau skyldu ráða því, í hvorum bátnum þau væru. Skildi þar milli feigs og ófeigs, því að jullan fórst og drukkn- uðu allir, sem á henni voru. Mun hún hafa farizt skömmu eftr að hún skildi við okkur. A bátnum voru tólf menn: Evensen stýrimaður, ég, fjórar konur, tveir kyndarar, matreiðslumaður, þjónn, „letmatros“ og þriðji vélstjóri. Var því minnst mannval á þessum bát. Matur var af skornum skammti, aðeins nokkuð af hörðu brauði, en verst var drykkjarleysið. Við höfðum vatn á ankeri, en það botnfraus undir eins. Ég tók þá ankerið, setti það upp á þóftu og sló úr því botn- inn. Var síðan klakinn höggvinn upp og bruddu menn hann eins og súkkulaði, því að allir voru að sálast úr þorsta. Svo reið kvika undir bátinn. Ankerið steyptist niður af þóftunni og klakinn fór út í austurinn. Veiddu menn hann þar upp úr og átu hann. A sunnudagskvöld dó einn maðurinn á bát okkar. Það var félagi minn, West kyndari. Skráð- umst við báðir samtímis á skipið í Kaupmanna- höfn. Hann fékk krampa og dó með klakamola 1 hendnni. Ég bað Evensen að lofa líkinu að liggía í bátnum, vera kynni, að við næðum landi, og þá gæti hann fengið kristilega greftrun. Lét Evensen það eftir, en á mánudagsmorgun skipaði hann mér að velta líkinu í sjóinn. Það er versta verk, sem ég hef gert á ævi minni. En útbyrðis velti ég honum, og þá sagði Evensen: „Þetta er vegur- inn okkar allra.“ Á mánudagsmorgun var þoka og logn, en mikil 40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.