Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Page 13

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Page 13
sem hér hefur verið getið um, lög- gjöf um áðurnefndan skóla og þá staðreynd, að loks nú á síðustu mánuðum tókst bæði samtökum yfir- og undirmanna á flotanum að ráða sameiginlega ungan lögfræð- ing til starfa fyrir samtökin, með- heimild til að benda á hann til starfa í sínu fagi, fyrir einstaka félagsmenn ef þurfa þykir. Nú hefur vaknað sú spurning hjá undirrituðum hvort lengra sé hægt að ganga í þessu efni. I störfum Sjómannadagsins hafa bæði yfir-og undirmannafélögin í Reykjavík og Hafnarfirði unnið sameiginlega geysimerkt starf í þágu aldraðra, starfandi sjómanna og ungra barna. Og nú hyggjast þau hefja stórframkvæmdir auk áframhaldandi samstarfs í blaðaút- gáfu og annarri sameiginlegri starf- semi. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort nauðsynlegt samstarf sé ekki hægt að taka upp á kjarasviðinu t.d. með sameiginlegri ráðningu hagfræðings, sem kynnti sér sér- staklega hin sérstöku viðmiðunar- mörk sjómanna. En þau hljóta fyrst og fremst að miðast við lengri vinnutíma sjómanna en landverka- fólks, fjarveru frá heimili, auk sér- stakrar vosbúðar og hættu í starfi svo sem skýrslur sanna árlega um dauða og slysatölur. Enda eru skiptin þar á milli járnfest með litlum undantekning- um á síðustu áratugum. Miklu frekar ber þessum stéttum að óska eftir skilum þeirra starfs- hópa, sem taka til sín hinn stóra skerf, sem sjómenn og reyndar út- vegsmenn einnig aldrei sjá. Nær 15 ár eru liðin síðan undir- ritaður hvatti opinberlega til stofn- unar Hagstofnunar vinnumarkað- arins í blaði sem Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna í Reykjavík þá gaf út. Þessi kenning er að mínu viti enn í fullu gildi. Að samstarfi eins og að var stefnt meðal þessara þriggja stóru hags- munasamtaka árið 1958, ber nú sem fyrst að stefna. En fyrst og fremst, ber okkur í hinum sundurlausu sjómannasam- tökum að endurskipuleggja þau, með það fyrst og fremst í huga, að efla þau og styrkja. Auka þekkingu félagsmanna og nýrra starfsmanna í félagsmála- skóla sjómannasamtakanna, sem eiga um svo margt sérstöðu, sem aðrir ekki ráða við. Þar verði fyrir tekin nútíðarvandamál stéttarinn- ar, auk þeirra sem blasa við. Kennsla og kynning á löggjöf og viðsemjendum — og eigin samtök- um. Til staðar eru glæsileg sameigin- leg húsakynni þessara sjómanna- samtaka. Þau eiga næst að fara af stað með sameiginlegt markmið í huga. aukna þekkingu, samstarf og sameiningu sjómannastéttarinnar í huga. Útgerðarmenn — Skipstjórnarmenn Skipasmíðastöðvar — Þjónustufyrirtœki Endurnýjun — viðhcld — þjónusta. Allt er viðkemur HYDRAULIK Vélvirkjun — plötusmíði — rennismíði Smíðum loðnuskiljur fyrir skip og verksmiðjur. Háþrýsti-slöngur, rör og -fittings fyrirliggjandi. Öxuldrögum. Gerum við stýrisósa. Gerum við hliðarskrúfur. 3M.WMSM DORGARfÚNI 27 SÍM120M0 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 3

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.