Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Page 34

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Page 34
24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Likan i Þjóðminjasafni af Leifi heppna, togara Geirs Thorsteinssonar, sem smíðaður var 1920 og fórst í Halavcðrinu mikla 1925, fyrir nær réttum 50 árum. — Likön af þessu tagi eru ómetanlcg fyrir safn þegar ekki er hægt að varðveita hlutina sjálfa, sem hlýtur auðvitað í flestum tilvikum að vera það, sem stefna ber að. — Þá vill greinarhöfundur vekja athygli á því að meðal nauðsynlcgustu muna í sjóminjasafni eru gamlar ljósmyndir af sjóinönnum, skipum og útgerð. Hugmyndin að íslenzku sjó- minjasafni er orðin býsna gömul. Henni er fyrst hreyft, svo að mér sé kunnugt, árið 1898. Það ár var efnt til fiskveiðasýningar mikillar í Björgvin í Noregi. Tveir íslending- ar sóttu sýningu þessa, Bjarni Sæ- mundsson fiskifræðingur og Jón Þórarinsson skólastjóri í Flensborg, síðar fræðslumálastjóri. Áður en Jón Þórarinsson fór utan, átti hann tal við útgerðarmenn við Faxaflóa um, að þeir legðu nokkurt fé af mörkum til þess að kaupa á sýning- unni ýmsa muni, sem gætu orðið stofn að fiskveiðasafni, eins og hann komst að orði, þ.e. safni veiðarfæra og annarra áhalda, er að veiðiskap lúta. Var það hugmynd Jóns, að íslenzkum veiðiáhöldum yrði síðan bætt við, „svo að sjómenn ættu þar kost á að sjá bæði útlend og inn- lend áhöld, bera þau saman og reyna þau, sem þeir þekkja ekki áður.“ Undirtektir útgerðarmanna urðu heldur daufar, en á leiðinni til Björgvinjar kom Jón Þórarins- son við í Kaupmannahöfn, og þar afhenti íslenzkur kaupmaður hon- um 300 krónur til að kaupa muni. Keypti Jón eitthvað, en ekki er mér kunnugt hvað af þeim hefur orðið. Hitt er víst, að hugmyndin um fiskveiðasafn varð í þetta skipti að engu. Nú liðu mörg ár, og enginn

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.