Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 14

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 14
væri ljóst hvaða fórnir gat þurft að færa, annars hefðu þeir heldur aldrei komist hingað út til að byggja og nema þetta land. Og vissulega hafa þeir ekki verið marga daga hér í landinu áður en þeir fóru að kanna fiski- miðin fyrir ströndum þess. Stundum segja menn þegar þeir hugsa til frumbýlingsára landnáms- mannanna, að óskiljanlegt sé hvernig þeir hafi getað lifað fyrsta árið eða fyrstu árin, meðan bú- stofninn var að vaxa. Við þessu er einfalt svar: Þeir voru staddir mitt í miklu matforðabúri sem var sjórinn, og þá skorti hvorki kunnáttu til að búa sér í hendur þau tæki sem þurfti til að hag- nýta sér þennan forða né sjómannslist til að fara með þau. Islensk sjómennska er vissulega jafn- gömul þjóðinni, atvinnugrein sem stunduð hefur verið hér frá upphafi vega í samlögum við land- búskap. Þegar vér segjum að íslendingar hafi verið hreinræktuð bændaþjóð fyrr á öldum, þá eigum vér fremur við að hér var engin þéttbýlismyndun en að búskapur hafi verið allsráðandi. Sjór og land hafa alla tíð verið samverkandi lífsuppsprett- ur þjóðarinnar og sjómennska er í blóði hennar frá upphafi vega og óslitið fram á þennan dag. Lífssaga og lífsstríð og menningarsaga íslensku þjóðarinnar verður ekki af neinu viti skilin eða skráð nema hlut sjávarins og sjávaraflans séu gerð viðhlítandi skil. Með tilkomu þilskipa og eins konar stórútgerð- ar seint á 19. öld fóru sjómenn að greinast frá öðrum sem sérstök atvinnustétt og sú þróun varð hröð, þegar hún var einu sinni komin af stað, eins og öllum er kunnugt. Á þeirri braut eru stóru áfangarnir margir og merkir og standa í beinu sambandi við almennar breytingar þjóðfélags og tækni. Ýmiss konar félagssamtök sjómanna eru einn þátturinn. í fyllingu tímans kom svo stofnun Sjómannadagsráðs og þeirra samtaka sem að baki því standa. Svo má virðast nú sem að þessu hafi hlotið að koma og er það þó síst sagt til að draga úr framtaki þeirra ágætu manna sem beittu sér fyrir málefninu. Glöggt mátti sjá á þeim undir- tektum sem það fékk þegar í upphafi, að þeir menn sem forgönguna höfðu þekktu sinn vitjunar- tíma, og þó liggur það enn betur í augum uppi eftir það sem nú er fram komið eftir fjörutíu ára starf. Sú saga er glæsileg sem nú blasir við á fertugasta Sjómannadeginum og á tvítugsafmæli Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Þetta er stór- afmæli sem allir íslendingar mættu minnast með þökk og virðingu fyrir giftudrjúgu og fórnfúsu þjóðþrifastarfi. Hvert það verk sem vinna þarf og vel er unnið ber að virða og vel að meta. Búið þarf margra hluta með og ekki sæmir að gefa einum alla dýrð á kostnað annarra. Á engan er heldur hallað, þótt þess sé minnst á hátíðisdegi sjómanna, hvílíkur burðarás sjómannastéttin er á landi hér. Vér höf- um reist hátimbrað hús, sem er þjóðfélag vort með sinni miklu yfirbyggingu. Þess var áður minnst hve mjög sjósókn hefði staðið undir af- komu þjóðarinnar allar aldir. Líklega hefur það þó aldrei verið augljósara en nú hvernig sjávar- útvegur og sjómennska er grunnmúrinn sem hið háa hús stendur á. Það liggur þá einnig nógsam- lega í augum uppi hvað vér eigum undir sjó- mannastéttinni, og á það jafnt við um hana alla, fiskimenn, farmenn og varðskipsmenn. Það er lán vort að íslenskir sjómenn eru afburðamenn í sinni starfsgrein og enginn hörgull á rökum fyrir þeirri staðhæfingu. Gamli arfurinn frá tíð áraskipa og seglskipa hefur blómgast fagurlega með hverri nýjung í tækni og aðferðum. Vér hljótum að lifa í þeirri von að á þessu verði gott framhald. Og ekki bara von, heldur verður það að vera markmið og keppikefli að búa svo að þeim er sjóinn sækja að til þess laðist vaskir ungir menn, sem telja það eftirsóknarvert, þegar alls er gætt, að stunda sjó hér í norðurhöfum. Hlutverkið er þá að gera það eftirsóknarvert og til þess þarf að mörgu að hyggja. En þar liggur mikið við fyrir þjóðina og íslensk sjómannastétt á það skilið. Á fertugasta Sjómannadegi sendi ég íslenskum sjómönnum, Sjómannadagsráði og öðrum forustu- samtökum sjómanna kveðjur og árnaðaróskir. 4 SJÓMANNADAGSB LAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.