Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 73

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 73
m. Því hefur löngum verið haldið á lofti að Islendingar hafi frá upphafi verið bændaþjóðfélag. Um gildi skráðra heimilda skal ósagt látið hér, en sé það tekið sem til er eins og það er sett saman þá er víst, að menn námu hér víðai lendur og töldu sig bændur. í öndverðu byggðar gat þetta og staðist meðan unnt var að stunda takmarkalausa rányrkju, en sú dýrð stóð tiltölu- lega stutt, og enn þann dag í dag eru landsmenn að súpa af því seyði hvernig búið var að landsnytjum. Það eru þó fleiri þættir þessa máls, sem of lítill gaumur hefur verið gefinn að ég ætla, og einn þeirra eru fiskveiðarnar. Á því er enginn efi að þorri landsmanna blátt áfram hfði af þessari atvinnu. Það voru fiskiveiðar sem fyrr og síðar stóðu að verulegu leyti undir þjóðarbúinu. Fiskimennirnir voru raunar hjú bændanna, en þeir unnu sömu störf og hfðu við svipuð kjör og þekkst hafa við fiskiveiðar á Islandi um aldir. Þarna voru sjó- menn að verki og starfi og þeirra nytja, sem þeir færðu að landi, „mátti þjóðin síst án vera“, eins og hálærður maður orðaði þetta. Oft er htið frá því sagt hvernig menn unnu dagleg störf og hverja þýðingu þau höfðu. Áflog og víga- ferli og ástamál voru betra lesefni. Samt er það svo, að nær því í hverri einustu sögu sem skráð hef- ur verið, bréfum og skjölum, kemur mikilvægi útvegsins í ljós. Ingólfur Arnarson fór um blómleg héruð og valdi sér svo stað á heldur hrjóstr- ugu útnesi. Annar höfðingi og auð- maður fór þveröfugt að við Ingólf. Hans býli var um skeið höfuðból og er víst enn, en kot eitt og varla nefnandi í sambandi við byggð Ing- ólfs. Ingólfur virðist hafa verið framsýxm, og byggð hans nú þekkja allir, og það vita líka allir hverjir reistu þá byggð og stóðu undir henni fjárhagslega og standa enn. Um skreið og shkan kaupskap er víða getið þótt lauslega sé. Örnefni benda til hins sama, þess, að frá upphafi byggðar voru sjómannsstörf snar þáttur í lífi þjóðarinnar. Sem dæmi má nefna, að sagt er að einn bóndi á heldur harðbýlli jörð hafði sextíu menn á útvegi sínum og þætti sæmilega að verið nú á dög- um, þegar á það er litið, að í þess- um mannfjölda mun vart talið það fólk, sem mest vann að því í landi að fást við það, sem aflaðist. Hér er ekki verið að reyna að halla neinni söguskoðun, aðeins nefna það, að fleira er matur en feitt kjöt. Þeir sem sóttu sjóinn voru engu síður þjóðinni nauðsyn heldur en glæstar hetjur, sem riðu um héruð. Þegar þar að kom, og leið ekki á löngu (um 1400) að fiskur varð aðalútflutningsvaran (með fiski er nú og síðar átt við allt það sem til atvinnuvegarins heyrir), þá tóku hin fornu höfuðból upp til fjalla að rýrna heldur betur í verði; þá var farið að sækjast hvað mest eftir út- gerðarstöðum. Fiskur var það enn og þá að sjálfsögðu um leið þeir sem hann drógu úr skauti hafsins. Það er búið að skrifa svo mikið um „guhkistu“ íslendinga, „hfsþráð“ þeirra eins og það stundum er nefnt, að lengra verður ekki farið hér í því efni né heldur ræða um starf sjómannsins og þýðingu þess fyrir þjóðarbúið. Þetta, sem hér hefur verið sagt, er aðeins til þess að minna þá, sem lesa kunna, á hve málið er mikilvægt hvernig sem á er litið. IV. I þeim átökum, sem átt hafa sér stað um fiskimið Islendinga og enn er ekki séð fyrir endann á, þá er eins og annað atriði hafi fallið nokkuð í skuggann, og er þó lífs- skilyrði hverri eyþjóð, en það er farmennskan. Sú var þó tíðin að sá þáttur gleymdist ekki. Til eru laga- ákvæði um farmennsku, sem ef til vil eru að stofni til eldri en íslands byggð. Ekki þarf annað en að minna á ákvæði gamla sáttmála frá 1262 um siglingar til þess að sjá, að landsmönnum var Ijóst hve sigling- ar til landsins og frá því voru þýð- ingarmiklar — og eru enn. Það munaði víst ekki alltaf miklu að siglingatregða gengi að mestu af þeim hræðum, sem skrimtu hér á skeri í norðurhöfum, dauðum að fullu, en þó bjargaðist þetta. Þótt langt væri að bíða þá má segja að um aldir hafi Islendingar verið ó- sjálfbjarga í siglingamálum. Það má næstum segja, að ekki taki að rofa til í því efni fyrr en með stofnun Eimskipafélags íslands eftir síðustu aldamót. Ef svo fer sem fram horfir þá verður farmennska áreið- anlega snar þáttur í lífi íslensku þjóðarinnar. Líka á því sviði hefur starf sjómannsins grundvallarþýð- ingu. Fiskiveiðar eru mikið fjár- hagsatriði og lífsspursmál, en án SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.