Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 40

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 40
AflaskipiS Börkur frá NeskaupstaS viS bryggju í Reykjavik. SkipiS er einnig búiS til togveiSa og sést skutrennan greinilega á myndinni. þá hefur aldrei gefist raunverulegt færi til flotvörpuveiða. Nótin er stórvirkari og alltaf þegar flot- vörpuveiðar hafa verið hafnar, hafa borist fregnir af nótaveiðum og þá er skipt yfir á þær. Þó er gert ráð fyrir að skipið fari, þegar loðnuvertíð lýkur, á kol- munnaveiðar með flotvörpu við Færeyjar. Þá verður nægur tími til þess að gera tilraunir með það veið- arfæri, því nægur fiskur er þar og við verðum með bestu fáanlegu veiðarfæri. Væntum við þess, að geta þá komið okkur niður á tog- veiðarnar og náð afla með þeim hætti. SEX HUNDRUÐ TONN f EINU KASTI — Hversu stór köst hafið þið fengið á Berki, og hve stór eru stærstu köst sem skip hafa fengið í nætur? — Eg hygg að stærsta kast sem fengist hefur á Berki sé um 590 tonn af makríl. Við höfum fengið um 500 tonn í kasti á loðnunni. Til eru dæmi um mjög góð köst. Til dæmis fékk Eldborgin fullfermi í 30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ einu kasti, eða um 600 tonn — og hafði afgang. Ég held að þetta sé það mesta sem fengist hefur. Börkur ber um 1000 tonn og þarf nokkur vel heppnuð köst til þess að fylla hann. — Hvað er heildaraflinn orðinn og liver er framtíðin? — Við erum komnir með um 18.000 tonn núna. (20. mars) Venju- lega lýkur loðnuvertíð í byrjun apríl. Þá verður farið í slipp og svo á kolmunnann. Síðan taka við sumarveiðar á loðnu, ef hafísinn hindrar þær ekki og svo væntanlega einhver síld- veiði, ef það svarar þá kostnaði að sækja þennan litla skammt, sem úthlutað er. Norðursjávarveiðin er ekki lengur möguleg, eða leyfð, svo verkefnin verða líklega hérna heima. — Nú kann einhver að halda, að Börkur sé eitthvert hró, vegna þess að allir hlutir eru ekki nýir. Það er öðru nær. Þetta er mikið skip, breiðari en t. d. Sigurður og Vík- ingur. Hann þyldi lengingu ef því væri að skipta. Mér vitanlega hafa ekki verið teknar neinar sérstakar ákvarðanir varðandi þetta skip, nema auðvitað að halda áfram veið- um. — Hvert er aflaverðmætið orðið? — Mér skilst að það sé nú um 120 milljónir króna, það sem af er árinu, eða um það bil ein og hálf milljón króna á dag. — Hvað gerir skip að aflaskipi? — Það er nú sjálfsagt margt. Undirstaðan er þó líklega búnaður- inn og góð skipshöfn með hæfileg- an metnað og kunnáttu til starfa. Við erum með úrvals menn, sem hafa mikla reynslu í starfi og hér er góður andi, sem ekki skiptir svo litlu máli. — Að lokum spurðum við Magna Kristjánsson, skipstjóra um Sjó- mannadaginn á Norðfirði. — JÚ, við höldum Sjómannadag- inn sko hátíðlegan á Norðfirði. Venjulega er þetta þriggja daga törn hjá okkur og þá er mikið um dýrðir. JG. Kaupum allar tegundir fisks. Framleiðum frystar fiskafurðir — saltfisk og skreið. Afgreiðsla fyrir Skipadeild S.Í.S. Ríkisskip — Eimskip. FISKVINNSLUSTÖÐ KAUPFÉLAGS AUSTUR-SKAFTFELLINGA HÖFN, HORNAFIRÐI Sími 97-8200 og 8204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.