Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 55

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 55
ríkisstjórnarinnar, Guðmundur Guðmundsson útgerðarmaður frá ísafirði f.h. útgerðarmanna og Ar- sæll Pálsson matsveinn f.h. sjó- manna. Að loknum ræðuhöldum afhenti Pétur Sigurðsson alþingismaður, form. sjómannadagsráðs, sjómönnum heiðursmerki Sjómannadagsins, sem að þessu sinni hlutu, Jón Eiríksson skipstjóri, Guðmundur E. Einarsson bryti og Magnús Guðmundsson vél- stjóri. Gullkross sjómannadagsins hlutu tveir af kunnustu forystu- mönnum sjómannastéttarinnar, þeir Jón Sigurðsson form. Sjómannasam- bands Islands og Tryggvi Helgason formaður Sjómannafélags Eyjafjarð- ar, fyrir áratuga félags- og réttinda- baráttu í þágu sjómanna. Þá var starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á sjó, í lofti og á landi afhent sér- stök viðurkenning sem var áletrað- ur silfurbikar og veitti honum við- töku Berent Th. Sveinsson yfirloft- sheytamaður gæslunnar f.h. starfs- félaga sinna. Afreksbjörgunarverðlaun sjó- mannadagsins hlaut að þessu sinni Einar Friðrik Sigurðsson skipstjóri frá Þorlákshöfn, sem 4 sinnum hef- ur bjargað skipshöfnum úr sjávar- háska. Afreka Einars Friðriks á vettvangi björgunarmála hafa verið gerð góð skil í ræðum og riti og verður þeira ekki getið frekar hér. Að loknum ræðuhöldum hófst kappsigling, kappróður, stakkasund og koddaslagur. Alls tóku 7 sveitir þátt í kapp- róðrinum. Bestan tíma allra sveita hafði róðrarsveit m.b. Stíganda RE — sem reri vegalengdina ,,(400 m)“ á 3,25.0 mín. Keppendur: Tími: Róðrarsveit: m.b. Stígandi RE 3.25.0 m.b. Valur RE 3.41.0 Verðlaun: June Munktel bikar, Morgunblaðsskjöldurinn auk verð- launapeninga. Landsveitir: Róðrarsveit: Nýju Sendibílastöðvarinnar 3.35,6 Tækjamenn Eimskips 3.44,4 Hrollur 3.46,0 Verkstjórar Eimskips 4.09,8 Vélstjórar Eimskips 4.09,8 Véladeild Eimskips 3.57,3 Verðlaun: bikar Landsveita. Keppt var á 3 kappróðrabátum 11 m. löngum, og er hver bátur skip- aður 7 mönnum, 6 ræðurum og stýrimanni. í siglingakeppninni var keppt á seglbátum, flestum af Fire- ball optimist- og Mirror-gerð auk ýmissa annarra tegunda. Þá hófst stakkasund, þar sem synt var í sjóstakk og klofháum stígvél- um 25. m. vegalengd. Sigurvegari var Ólafur Bjarnason og annar varð Jón Kjartansson. Að loknu stakkasundi komu nokkrir félagar úr Víkverjum, Björgunarsveit Slysavarnafélagsins í Vík í Mýrdal og sýndu listir góðar á sjóskíðum. Félagar úr vélbátafé- laginu Snarfara komu brunandi í Nauthólsvíkina á 30 sport vélbátum stórum og smáum og vakti þetta atriði mikla athygli áhorfenda. Dagskrá útihátíðahaldanna í Nauthólsvík lauk með koddaslag sem vakti mikla kátínu enda voru meðal þátttakenda ungar stúlkur sem voru karlmönnum engir eftir- bátar. Fjölmenni var sem fyrr í Naut- hólsvíkinni og voru á hátíðarsvæð- inu seld merki og blöð dagsins. Einnig var þar veitingasala, sem kvenfélagskonur önnuðust og var ágóða þeirrar sölu varið til barna- heimilis Sjómannadagsins að Hrauni í Grímsnesi. A hátíðasvæðinu var Hampiðjan h.f. með sýningu á tógi og vírum, þá sýndu menn á vegum fyrirtækis- ins netahnýtingar o. fl. Uppsetning Hampiðjunnar h.f. setti mikinn svip Jón Helgason og Halldór Pétursson viS stjörnufána sjómannadagsins er bar 19 stjörnur til minningar um fallna sjómenn i hina votu gröf, viS skyldustörf sín. Siglarar af Optimist gerS, sem kepptu á sjómannadaginn 1976. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.