Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 66

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 66
Kútter Björgvin undir seglum. að fara úr frakkanum, það var kall- að: „Afi viltu segja okkur frá því þegar siglt var á ykkur á Halan- um.“ Augun í drengjunum ljómuðu af hrifningu. Pabbi var nú orðinn ekkjumaður, hafði verið í hamingjusömu hjóna- bandi nærri hálfa öld. Svo einn dag- inn þegar hann var kominn á ní- ræðisaldur, gekk hann brosandi út úr húsinu sínu og var allur. Síðan hef ég oft hugsað um skútuöldina, það var einhver sér- stæður ljómi yfir henni. Þökk sé öllum þeim sem hafa skrifað um hana. En mig hefur svo oft langað til þess að meira væri að gert, svo að komandi kynslóðir sæju með eigin augum minjar frá þessu tíma- bili í sögu þjóðarinnar. Svo skeði sá, er mér liggur við að segja ótrúlegi atburður nýlega, að mér var gefin frummyndin af fyrstu skipshöfninni á „Kútter Björgvin". Myndin er alveg sem ný, tekin af S. Eymundssyni í Reykja- vík árið 1902. Þetta er óvenju góð hópmynd. Það vekur athygli þegar myndin er skoðuð, hvað allir sjó- mennirnir eru vel búnir. Nú varð þetta ljóslifandi fyrir mér aftur. Þessir menn, 24 að tölu, eiga flestir aíkomendur, geta þeir 56 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ekki tekið höndum saman og gert eitthvað raunhæft? Eins og alþjóð veit, var það Skúli fógeti sem fyrstur beitti sér fyrir skipulegri útgerð á Islandi. Hófst hún frá Reykjavík árið 1752. Þessi útgerð stóð að minnsta kosti 12 sumur, en lagðist svo niður. Það var ekki fyrr en rúmri öld síðar, eða árið 1866, að þilskipaút- gerð hófst að nýju í Reykjavík. Þil- skipaútgerðin stóð með xniklum blóma um aldamótin og mun hafa náð hámarki árið 1906. Þá tók að halla undan fæti, enda voru togar- arnir þá komnir til sögunnar. A þjóðskjalasafninu fékk ég ljós- rit af skipshafnarskrám „Kútter Björgvins“ frá árunum 1901—1902 og 1906, ég bað um ljósrit frá þess- um árum, því ég hafði sérstakan áhuga á þeim. I skipshafnarskránni frá árinu 1906, sá ég nöfn sem vöktu minn- ingar. Einn af skipverjunum var Guðbjörn Gíslason. Guðbjörn og pabbi voru miklir vinir. Svo sorg- lega fór, að Guðbjörn drukknaði í Hagavík í Þingvallavatni þá á besta aldri. Yngsti bróðir minn heitir eftir honum. Annar eftirminnilegur skipverji frá árinu 1906 var Oddur Sigur- geirsson. Hann var jafnaldri pabba míns. Flestir kannast við hann sem Odd sterka af Skaganum, þó hann væri fæddur á Seltjarnarnesinu. Margir þekktu Odd í sjón, en fáir þekktu hjartalag hans. Oddur var mikill barnavinur og þess naut ég. Pabbi minn vann í miðbæ Reykjavíkur á sínum efri árum. Eg fór oft í bæinn og mætti þá Oddi stundum í Austurstræti. Eg heilsaði honum og brosti og spjallaði við hann, eða ef ég var hinum megin á götunni brosti ég og kinkaði kolli til hans. Ævinlega fór Oddur beint til pabba og sagðist hafa mætt mér og ég hefði heilsað sér. Það var eins og ég hefði gefið honum stór- gjöf. Síðustu árin átti Oddur heima á Bakkastígnum. Mamma mín tók upp þann sið að baka pönnukökur handa Oddi fyrir hverja helgi. Pabbi hafði þær með sér á laugardögum, þegar hann fór í vinnuna, og þangað sótti Oddur þær. Flesta sunnudaga kom Oddur svo í heimsókn til okkar kl. 2 e. h. Hann vildi koma áður en aðrir gest- ir kæmu, þess vegna var hann svona snemma á ferðinni. Ekki stóð hann við nema stundarfjórðung og engar góðgerðir þáði hann utan molasopa. Þetta hélst þar til Oddur var orðinn sjúkur og fór á Elliheimilið Grund. Hann hafði hlakkað svo mikið til þess að fara á sjómannaheimilið Hrafnistu, en honum entist ekki aldur til þess. Kvöldið áður en hann dó, kom pabbi til hans eins og svo oft áður. Hann var þá mikið veikur. Allt í einu reis hann upp í rúminu og sagði: „Sjáðu litla barnið,“ og leit fram að dyrunum. Svo sagði hann: „Blessað litla barnið.“ Það voru síð- ustu orðin sem pabbi heyrði hann mæla. Sjómannafélagið reyndist Oddi vel og það sá um útför hans. En mér fannst, að fleiri bæjarbúar en raun varð á, hefðu mátt fylgja þessum sérstæða manni síðasta spöl- inn. Einn skútufélagi pabba, sem Guð- mundur hét, bjó á Stokkseyri. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.