Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 53
Skútuski
ormn
Skútukarlamir eru ekki enn al-
dauða, þótt skútur þeirra séu
löngu horfnar af höfunum. Marg-
ir eru enn ofar foldu, sem voru á
skútum sem unglingar, en það er
haldið, að elzti núlifandi skútu-
skipstjórinn sé Jóhann Stefánsson,
sem oft er kenndur við togarann
Geir, því að hann var stýrimaður
og síðar skipstjóri á tveimur tog-
urum með því nafni, hvorum eftir
annan í 33 ár alls, 18 ár stýrimaður
en 15 ár skipstjóri.
Jóhann var orðinn stýrimaður á
kútter 1914 og skipstjóri 1917 og
var á kútterum til 1920 og þá alls
skipstjómarmaður á skútum í sex
ár, en áður hafði hann allt frá 1904
verið háseti á skútum bæði nyrðra
og syðra.
Jóhann Stefánsson er fæddur
14. nóvember 1889 á Illugastöð-
um í Flókadal í Fljótum og voru
foreldrar hans hjónin Margrét
Steinunn Kjartansdóttir og Stefán
Jóhannsson, útvegsbóndi og há-
karlamaður í Fljótum. Ekki er Jó-
hann ættfróður maður fremur en
margir sjómenn, en segir móður-
ætt sína úr Skagafirðinum en föð-
urættina úr Svarfaðardal og lætur
hann það duga sér í ættfærslunni;
segir þó að rekja megi báðar ættir
sínar saman við kunnar ættir í
þessum sveitum.
Dauð skráning á 60 ára sjó-
mannsferli Jóhanns er þessi:
Hann hóf sjóróðra á fjögra-
manna fari aldamótaárið um
haustið, þá 11 ára gamall, úr
Mósvík, sem er vestast í Fljóta-
víkinni, og stundaði þá heima-
róðra þar til í byrjun hákarlaver-
tíðar 1904, að hann réðist á skútu
frá Siglufirði og var næstu árin á
skútum nyrðra, oftast siglfirzkum,
á handfærum og síldveiðum, en
við róðra heima í Mósvík á
haustum.
Haustið 1911 reri hann frá ísa-
firði en fór suður til Reykjavíkur
eftir áramótin og sótti eftir það
sjóinn þaðan. Veturinn 1912 réðist
Jóhann á Haffarann með Sigurði í
Görðunum; byrjaði síðan í Stýri-
mannaskólanum haustið 1912, en
réðist svo stýrimaður með undan-
þágu á Haffarann veturinn 1913
en um sumarið, Haffaranum var
jafnan lagt eftir vetrarvertíð,
stýrimaður til Friðriks Ólafssonar
á Ásu, en fór þá aftur í skólann og
lauk þaðan prófi vorið 1914. Það
Jóhann Stefánsson.
sumar var Jóhann á síld á norsk-
um línuveiðara, en fór háseti á
togarann Baldur til Kolbeins Þor-
steinssonar um haustið og var á
því skipi þar til í hásetaverkfallinu í
apríl 1916. Þá fór Jóhann til Guð-
bjartar Ólafssonar á Esther á færi
og síðan reknet og varð skipstjóri
á Esther 1917. Þetta segir nú sína
sögu um Jóhann sem skútumann,
að hann er með hverjum úrvals-
skipstjóranum á fætur öðrum og
verður stýrimaður hjá þeim öll-
um. Jóhann var svo skipstjóri á
Esther 1917 og 1918 á færum og
síld, og í flutningum, en 1919 tók
hann skútuna Milly, sem Duus
átti og var með hana það ár á
færum og snurpu
vesturvið ísafjarðardjúp.
Af Milly fór Jóhann afturá tog-
ara og nú með Jónasi Jónassyni á
Egil Skallagrímsson en um sum-
arið tók hann mótorbátinn Sigurð
I. á síldveiðar. Sigurður I. hét síðar
Gotta og varð frægur bátur af
Grænlandsleiðangri. Veturinn
1921 réðist Jóhann stýrimaður til
Karls Guðmundssonar á togarann
Menjuna nýsmíðaðan og þar var
hann þar til í vertíðarlok 1922, að
hann réðist háseti til Valdimars
Guðmundssonar á togarann
Draupni og fylgdi Valdimar yfir á
Apríl. Veturinn 1924 varð Jón
stýrimaður hjá Sigurði Sigurðs-
syni á Geir og með Sigurði var
hann stýrimaður þar til 1943, að
Jóhann tók við skipstjóm á Geir
að Sigurði látnum.
Með Geir var Jóhann þar til
hann var seldur í nóvember 1946,
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47