Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 53

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 53
Skútuski ormn Skútukarlamir eru ekki enn al- dauða, þótt skútur þeirra séu löngu horfnar af höfunum. Marg- ir eru enn ofar foldu, sem voru á skútum sem unglingar, en það er haldið, að elzti núlifandi skútu- skipstjórinn sé Jóhann Stefánsson, sem oft er kenndur við togarann Geir, því að hann var stýrimaður og síðar skipstjóri á tveimur tog- urum með því nafni, hvorum eftir annan í 33 ár alls, 18 ár stýrimaður en 15 ár skipstjóri. Jóhann var orðinn stýrimaður á kútter 1914 og skipstjóri 1917 og var á kútterum til 1920 og þá alls skipstjómarmaður á skútum í sex ár, en áður hafði hann allt frá 1904 verið háseti á skútum bæði nyrðra og syðra. Jóhann Stefánsson er fæddur 14. nóvember 1889 á Illugastöð- um í Flókadal í Fljótum og voru foreldrar hans hjónin Margrét Steinunn Kjartansdóttir og Stefán Jóhannsson, útvegsbóndi og há- karlamaður í Fljótum. Ekki er Jó- hann ættfróður maður fremur en margir sjómenn, en segir móður- ætt sína úr Skagafirðinum en föð- urættina úr Svarfaðardal og lætur hann það duga sér í ættfærslunni; segir þó að rekja megi báðar ættir sínar saman við kunnar ættir í þessum sveitum. Dauð skráning á 60 ára sjó- mannsferli Jóhanns er þessi: Hann hóf sjóróðra á fjögra- manna fari aldamótaárið um haustið, þá 11 ára gamall, úr Mósvík, sem er vestast í Fljóta- víkinni, og stundaði þá heima- róðra þar til í byrjun hákarlaver- tíðar 1904, að hann réðist á skútu frá Siglufirði og var næstu árin á skútum nyrðra, oftast siglfirzkum, á handfærum og síldveiðum, en við róðra heima í Mósvík á haustum. Haustið 1911 reri hann frá ísa- firði en fór suður til Reykjavíkur eftir áramótin og sótti eftir það sjóinn þaðan. Veturinn 1912 réðist Jóhann á Haffarann með Sigurði í Görðunum; byrjaði síðan í Stýri- mannaskólanum haustið 1912, en réðist svo stýrimaður með undan- þágu á Haffarann veturinn 1913 en um sumarið, Haffaranum var jafnan lagt eftir vetrarvertíð, stýrimaður til Friðriks Ólafssonar á Ásu, en fór þá aftur í skólann og lauk þaðan prófi vorið 1914. Það Jóhann Stefánsson. sumar var Jóhann á síld á norsk- um línuveiðara, en fór háseti á togarann Baldur til Kolbeins Þor- steinssonar um haustið og var á því skipi þar til í hásetaverkfallinu í apríl 1916. Þá fór Jóhann til Guð- bjartar Ólafssonar á Esther á færi og síðan reknet og varð skipstjóri á Esther 1917. Þetta segir nú sína sögu um Jóhann sem skútumann, að hann er með hverjum úrvals- skipstjóranum á fætur öðrum og verður stýrimaður hjá þeim öll- um. Jóhann var svo skipstjóri á Esther 1917 og 1918 á færum og síld, og í flutningum, en 1919 tók hann skútuna Milly, sem Duus átti og var með hana það ár á færum og snurpu vesturvið ísafjarðardjúp. Af Milly fór Jóhann afturá tog- ara og nú með Jónasi Jónassyni á Egil Skallagrímsson en um sum- arið tók hann mótorbátinn Sigurð I. á síldveiðar. Sigurður I. hét síðar Gotta og varð frægur bátur af Grænlandsleiðangri. Veturinn 1921 réðist Jóhann stýrimaður til Karls Guðmundssonar á togarann Menjuna nýsmíðaðan og þar var hann þar til í vertíðarlok 1922, að hann réðist háseti til Valdimars Guðmundssonar á togarann Draupni og fylgdi Valdimar yfir á Apríl. Veturinn 1924 varð Jón stýrimaður hjá Sigurði Sigurðs- syni á Geir og með Sigurði var hann stýrimaður þar til 1943, að Jóhann tók við skipstjóm á Geir að Sigurði látnum. Með Geir var Jóhann þar til hann var seldur í nóvember 1946, SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.