Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Qupperneq 76

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Qupperneq 76
Þeir feðgar reru þama saman sumarlangt og kom það Tjáa að góðum notum, því að hann vann hjá verzluninni Edinborg, stóru fyrirtæki þá, sem rak verzlun, fiskkaup og útgerð, og Tjái hafði þann starfa að ferja fólk milli lands og skipa, sem lágu úti á höfninni. Hann þurfti þá að kunna nokkuð fyrir sér í notkun segla og ekki síður, þegar hann síðar varð mjólkurpóstur í Engey og jafnan einn í ferðum milli eyjar og lands. Tjái man Coot fyrsta togara okkar íslendinga, sem kom upp til Hafnarfjarðar 8. marz 1905 og var gerður út með góðum árangri þar til hann rak á land 14. desember 1908 á Keilisnesi; fékk dráttar- taug í skrúfuna. Coot var að draga hafnfirsku skútuna Kópanesið frá Reykjavík til Hafnarfjarðar, en dráttartaugin slitnaði og lenti í skrúfu Coots og bæði skipin rak á land og urðu algert strand. Og Tjái man líka Indriða, skipstjór- ann á þessum fyrsta togara í eigu íslendinga. „Það var eitt af þessum árum, líklega fyrsta árið sem Coot var við lýði, sem skipið losaði fisk við Geirsbryggju. Fiskurinn var keyrður uppá planið fyrrir framan Geirsbúð og þar stóð Indriði Gottsveinsson í klofháum stíg- vélum og seldi bæjarbúum fisk. Indriði var ágætis maður og hafði ungur verið háseti hjá föður mín- um og var mikill vinur foreldra minna. Einu sinni bjuggum við, ég og móðir mín, í húsi þeirra bræðra Jónasar og Indriða, sem hét Mel- staður og stóð úti á Bráðræðis- holtinu.“ Tjái man einnig Forsetann frá 1907 fyrsta ári togarans. „Ég var þá á litlum mótorbáti sem Gefjun hét með föður mínum.. Það var ekkert fiskirí þetta sumar. Jón forseti var þá kominn og töluðum við stundum við hann; hann lét reka á daginn (þeir lágu í bætingu 70 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ flesta daga, ýmist á reki í Flóanum eða inni á Reykjavíkurhöfn eftir rifrildi yfir nóttina, sögðu þeir Bergur Pálsson og Þórður Sig- urðsson, sem voru á Forsetanum. Það kostaði þá tíma, peninga og streð fyrstu togaramennina að finna togslóðir. Höf.) — og það var sama sagan hjá Forsetanum, tregur fiskur í Bugtinni. Það gengu margar furðusögur um Jón forseta fyrst eftir að hann kom.“ Svo datt Tjái í lukkupottinn Það var vorið 1908, sem Tjái datt í þann lukkupott að komast á togara, stráklingurinn. „Það var reyndar fyrir tilviljun,“ segir hann, „ég held maður ráði litlu um hvað drífur á daga manns ... Þessi fer eina leiðina, annar hina. Það er allt og sumt...“ Guðbjartur Jóakim Guðbjarts- son, Vestfirðingur og jafnan kall- aður Kimi, var þá með Snorra Sturluson. Það var góður skip- stjóri, Guðbjartur; einn okkar fyrsti togaraskipstjóri, hafði verið með Englendingum og fór síðar alfarinn til Englands og stundaði sjóinn þaðan. Var annálaður Bugtarmaður á sinni tíð. Lengi hin síðari skipstjómarár sín með togarann Ilustra frá Grimsby. „Hann var mikill Bugtarmaður, Guðbjartur Jóakim, alltaf norður frá í flatfiskinum þar, rauðsprett- unni, smálúðunni og sandkol- anum. Hann var aldrei í innbugt- inni“, segir í Tryggvasögu Ófeigs- sonar. Guðbjartur Jóakim var vel látinn skipstjóri og hjá honum voru vökur ekki miklar, segir Tjái. Það brá hinsvegar mjög til hins verra, þegar Bjöm Ólafsson frá Mýrarhúsum, frægur skútuskip- stjóri, tók Snorra Sturluson 1909, og man Tjái að nefna staðgott dæmi um það. „Við vórum þá í lestinni, ég og Guðmundur frá Nesi. Það var eitt sinn, að við höfðum vakað stanz- laust í 64 tíma, það var vitlaust veður, og ég fór niður að sækja mér trefil og settist á bekk meðan ég batt hann á mig. Ég þurfti ekki meira, sofnaði þama með hend- urnar á treflinum.“ Annað dæmi kann TjáL að nefna um vökurnar á fyrstu tog- urunum. Hann var með Kolbeini Þorsteinssyni, alkunnum togara- skipstjóra, 1911—14 á Baldri. „Mest vakti ég á honum Baldri. Það hefur líkast verið 1913. Kol- beinn Þorsteinsson var þá með Baldur, ágætur maður. Þannig var að sú breyting hafði orðið á starfsháttum um borð, að franskri fyrirmynd, að netamenn voru al- farið í netum og aðrir hásetar komu ekki í net. Þetta kom sér stundum illa fyrir netamennina, sem alltaf voru sóttir í miklum afla til að gera að, en þurftu svo aftur í netin, meðan hinir fengu svolítið snap. Eg hafði vakað í 85 tíma, þegar við áttum að fara úr netunum í aðgerð og fór niður að láta líða úr mér. Ég setti mig niður á bekk al- hlífaður. Þegar ég hafði setið um stund, kemur stýrimaðurinn og kallar — Ætlarðu ekki að koma upp aftur? — Ég jánkaði því, en sagðist ætla að fylla pontuna mína og færði mig innar á bekkinn og fór úr stakknum og settist á koju- stokkinn. Aftur kom stýrimaður og kallaði: — Ætlarðu ekki að koma upp aftur? Ég jánkaði því og sagði hið sama og fyrr, að ég væri að fylla pontuna mína og fór úr stígvélunum. Dijúg stund leið og enn kom stýrimaður: — Hvemig var það, ætlaðir þú ekki að koma upp aftur? — Jú, sagði ég og fyllti nú pontuna, lagði mig út af og sofnaði. Þetta náði ekki nokkurri átt, þessar helvítisvökur. Þetta var um kaffileytið og ég vaknaði svo um ellefu leytið, þegar allir komu niður, það var þá komið vitlaust veður og við á leið til Vestmanna- eyja og ég svaf áfram. Ég vaknaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.