Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 11

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 11
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11 Fyrsla varðskipið sem Sigurður var á — mótorbáturinn Víkingur GK-247. þaö sem á daga hans hefur drifið ætt- mennum sínum til fróðleiks og er vissulega gott til þess að vita að sá fróðleikur týnist ekki. „Ég er fæddur að Bakkastíg 5 hér í Reykjavík, rétt ofan við „Daníels- slippinn“ þann 15. mars 1928,“ segir Sigurður. „Foreldrar mínir voru Árni Steindór Þorkelsson ættaður sunnan úr Straumi við Hafnarfjörð og seinast skipstjóri á útvegi Lofts Loftsssonar, en móðir mín var Stein- unn Sigríður Magnúsdóttir ættuð frá Krosskoti í Sandgerði. Faðir minn var af Bergsætt, en móðir mín rakti sínar ættir undir Eyjafjöll. En þegar ég var þriggja ára fluttust foreldrar mínir með mig vestur á Framnesveg sem þá var númer 50-a, en mun nú vera 56-a. Þar sleit ég barnsskónum, eins og þar stendur, bæði á því svæði og niðri í Selsvör, en frá því að maður fór að geta hreyl't sig stefndi hugur- inn niður á sjávarkambinn.“ Af fleka úr bensínbrúsum á vertíð á V-Stafnesi „Þegar þú spyrð hvert verið hafi upphaf sjómennsku minnar vefst mér tunga um tönn. Ég veit ekki hvort ég á að tala um upphafið seni kynnin af körlunum þarna í Selsvör- inni eða þá það þegar við strákarnir smíðuðum okkur fleka úr bensín- brúsum og lögðum frá landi á hon- um. Þetta var við upphaf hernámsins og nóg um tóma bensínbrúsa sem gerðu slíka „skipasmíði“ auðvelda. En frekar má sjálfsagt segja að byrj- unin hafi verið þegar mér var leyft stöku sinnum að fljóta út með þeim grásleppukörlunum í Selsvörinni. Á einhverslags fleytum hef ég því verið frá því er ég man eftir mér að heita má. Stundum fengum við lánaða skektu og rerum kippkorn frá landi á henni, en tókum annars skektur traustataki — því fátt fékk stöðvað þrána eftir sjónum. En raunverulegur sjómannsferill minn má segja að hafi byrjað þegar ég ellefu ára gamall var sendur að sumarlagi að V-Stafnesi til þeirra feðga Metúsalems Jónssonar og Sig- urbjarnar sonar hans. Sigurbjörn bjó síðar löngum að V- Stafnesi, en dvel- ur nú orðinn níræður í Sandgerði hjá dóttur sinni og tengdasyni. Hjá þeim feðgum reri ég um sumarið á opnum báti þeirra, sem var 4-5 tonn að stærð, en fór svo suður um haustið og lauk skólanámi mínu. En sumarið á eftir hélt ég enn að V-Stafnesi og nú varð dvölin lengri — því ég var með þeim feðgum alla vetrarvertíðina, og á þeirri vertíð varð ég 13 ára. Nú var Sigurbjörn fyrir bátnum, því Metú- salem var orðinn aldraður og varla fær í þetta slark lengur. Þetta var líka óneitanlega kaldsöm vist oft á tíðum, en við reruin eina 30-40 róðra. Að hverjum róðri loknum var bátnum lagt í „múrningar“ eins og það þá var kallað. Þarna komst ég í kynni við atvinnuhætti sem ég fullyrði að fáir núlifandi íslendingar muni þekkja lengur. Svo frenii að ekki væri háflóð báru menn fiskinn á sjálfum sér frá bátnum upp frá fjörunni, eins og ís- lenskir sjómenn höfðu gert um alda- bil allt til þessa tíma. Er óneitanlega gaman að hafa tekið þátt í lokum þessara fornu vinnubragða í útgerð- arsögu okkar. Það kemur líka fyrir Varðskipið Sœbjörg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.