Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 14
14
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Tíðarandinn var að
hlífa sér ekki
„Árið 1956 urðu þau þáttaskil hjá
Gæslunni að Hörður Þórhallsson
stýrimaður um borð í Katalínu-flug-
vél stofunarinnar hjá Guðmundi
Kjærnested lét af störfum. Er ekki að
orðlengja það að þegar Hörður hætti
var ég sendur í flugið í hans stað. Fór
þá tímabil í hönd þegar ég var ýmist
stýrimaður um borð í flugvélinni eða
á skipunum.
En 1958 og 1959 tók ég öðru hvoru
að leysa af sem skipherra, oftast á
minni skipunum, eins og gamla
Óðni, Maríu Júlíu og Sæbjörgu. Frá
þessum tíma á litlu skipunum er
margs að minnast. Þannig gerðist
það þegar landhelgin var færð út í 12
mílur í september 1958 að Pétur Sig-
urðsson forstjóri kallaði á mig vestur
í Gæslu og bað mig um að gerast
skipherra á DC-3 flugvél sem stofn-
unin hafði þá á leigu, þar sem Kata-
línu- flugvélin var í viðgerð í Dan-
mörku. Óneitanlega freistaði þetta
verkefni mín, ekki síst þar sem úr
flugvélinni gafst fróðleg yfirsýn yfir
það sem á miðunum var að gerast.
En þá hendir það að Gunnar
Ólafsson, skipherra á minnsta varð-
skipinu, Sæbjörgu, veiktist og var
mér gert að taka við skipinu í hans
stað. Kom í hlut Þrastar Sigtryggs-
sonar að fara um borð í flugvélina.
Við vorum settir til gæslu hér úti af
suð-vestur horni landsins við Eldeyj-
arsker og fylgdumst með þýskum
togurum sem þar voru að veiðum —
og er mér enn í minni hve mér leidd-
ist þetta! En að nokkrum dögum
liðnum vorum við sendir í slaginn
fyrir vestan og léttist þá óneitanlega
á manni brúnin. Þó er það ekki við-
ureignin við Bretana vestra heldur
nokkuð óvenjulegt verkefni sem
okkur var fengið sem ég ætla að segja
þér frá hér.
í Bolungarvík tókum við í tog
pramma sem fylgdi dýpkunarskipinu
Gretti og fengum fyrirmæli um að
fara með hann til Ákraness. Þetta
var satt að segja talsvert spennandi,
því okkur var það metnaður að skila
verkinu af okkur með sóma, þótt
dráttarskipið væri lítið. En ekki gekk
Ólafur Jóhannesson, þá dómsmálaráðherra, í heimsókn hjá skipherranum á Óðni.
(Ljósm. Guðjón R. Ágústsson).
borð og þetta sumar fyrir 43 árum er
sveipað ljóma í endurminningunni.
En haustið 1954 settist ég í varðskipa-
deild Stýrimannaskólans og vorum
við fimm í deildinni. Hinir voru
Þröstur Sigtryggsson, Gunnar Ólafs-
son, Pétur heitinn Jónsson og Lárus
heitinn Þorsteinsson.
Við útskrifuðumst í febrúar 1955
og þar með var ég sendur sem stýri-
maður til Eiríks Kristóferssonar
skipherra, en hann gegndi þá skip-
herrastöðunni á stærsta og nýjasta
varðskipi landsins — Þór — en skipið
var þá aðeins þriggja eða fjögurra
ára. Ég var þó ekki lengi á Þór að
þessu sinni, var senn látinn fara sem
stýrimaður út með einhverju öðru af
varðskipunum en flutningur á mönn-
um milli skipa var tíður.“
Peir eru margir sem eiga varðskipsmönnum líf eða aðstoð að þakka. Hér vottar einn
Sigurði þakkir sínar með þéttu handtaki eftir björgun af brennandi báti.