Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 16

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 16
16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Sigurður á kunnuglegum slóðum niðri við bryggjur varðskipanna Djúpinu með bilaða ratsjá og dýptar- mæli, en dýptarmælirinn komst fljót- lega í lag og ætlaði báturinn þá að setja út ljósdufl til að lóna við. Kl. 16.45 tilkynnti ísafjörður radíó að slys hefði orðið á Flateyri og væri óskað aðstoðar okkar við að flytja sjúklinginn til Þingeyrar, en skömmu síðar var bessi hjálparbeiðni aftur- kölluð. Um kl. 21.55 óskaði m/b „Heiðrún 11“ ÍS-12 eftir að við kæmum til henn- ar til að staðsetja bátinn þar sem hann andæfði við ljósdufl undir Bjarnarnúp, að hann taldi. Þessi skilaboð komu í gegnum m/b „Guð- mund Péturs“ IS-1, sem var við bryggju á ísafirði og hafði verið í sambandi við bátinn, en mjög illa gekk að hafa samband við „Heið- rúnu II. En um kl. 23.15 fundum við bátinn 1.2 sml. sunnan við Bjarnar- núp, og var bátnum tilkynnt um stað- inn, en skömmu áður en komið var til bátsins herti veðrið mjög mikið, svo á þessum slóðum var þá ofsaveð- ur af NA. Um þetta leyti fór Kelvin Huges ratsjáin að sýna illa vegna ís- ingar, en Sperry ratsjá var þá orðin óvirk al' sömu orsökum. Var þá ákveðið að lóna undir Grænuhlíð til að freista þess að hreinsa loftnet Kelvin Huges ratsjárinnar.“ „Notts County“ GY-643 strandar „Um kl. 22.57 tilkynnti ísafjörður radíó að breski togarinn „Ross Cleveland“ H-267 væri 3 sml. frá Arnarnesi og hefði ratsjá hans bilað og hinir togararnir næðu honum ekki inn á sínar ratsjár. Kl. 23.30 tilkynnti ísafjörður radíó að breski togarinn „Notts County“ GY-643 væri strandaður á 66 gráðum 19°N og 23 gráður 06°V, en síðar leið- rétti breski togarinn „Kingston Al- amandine“ H-104 staðinn í 66 gráður 10°5 N og 22 gráður 55°0 V og reynd- ist það rétt staðarákvörðun.Þegar til- kynningin um strandið kom, tókstll. stýrimanni varðskipsins að brjótast upp að loftneti K.H. ratsjárinnar og hreinsa það, en síðan var haldið á strandstað. A leiðinni að hinu strandaða skipi töldum við okkur sjá í ratsjánni skip, sem gæti hafa verið „Heiðrún II.“ IS-12, og var hún þá á svipuðum stað og áður, en þá var samband við bát- inn rofið og heyrðist ekkert í honum eftir það. Var blindsend tilkynning til bátsins um að halda vestur fyrir Bjarnarnúp, því þar virtist vera minni vindur. Síðast þegar við töld- um okkur sjá bátinn á ratsjánni, var hann á vesturleið um 2.7 sjómílur frá Bjarnarnúp. Bátnum var einnig bent á eftir tilmælum frá ísafjörður radíó að nota neyðarsendi sem í bátnum var og sendi út á bylgjulegd 2182 ko/s, en ekki varð vart við að hann gerði það.“ Á strandstað „Þegar komið var á strandstað b/v „Notts County“ GY-643 um kl. 24.00 geisaði ofsaveður á þessum slóðum og var þá orðið ljóst að veðr- ið var lang harðast sunnan við Bjarn- arnúp. Það var þegar ljóst að ekkert varð að gert á strandstaðnum að óbreyttu veðri. Kl. 00.30 hinn 5. febrúar kom fyrirspurn frá Slysavarnafélagi Is- lands á ísafirði um hvort þeir gætu ekki gert eitthvað til hjálpar. Var þeim tilkynnt að ekki væri viðlit að hugsa til björgunar að svo komnu máli. Kl. 01.12 var ísafirði radíó send eftirfarandi tilkynning: SKIPIÐ ER STRANDAÐ 7.5 SML. FYRIR UTAN ÆÐEY. EKKI MÖGU- LEGT AÐ GERA NEITT VEGNA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.