Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 28

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 28
28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Skjótur frami á Þorkeli mána „Frá Vélskólanum lauk ég svo prófi 1958 og í ágúst sama ár réðst ég sem 2. vélstjóri hjá Marteini Jónas- syni skipstjóra um borð í Þorkel mána hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og var á skipinu allt til ársins 1966. Þorkell máni var smíðaður í Eng- landi og var sjö ára þegar ég kom um borð í hann. í þá daga voru fimm menn í vél á togurunum, þrír vél- stjórar og tveir smyrjar. Tveir menn urðu jafnan að vera á vakt í vélar- rúminu allan sólarhringinn og er það ólíkt því sem nú er þegar öllu er stjórnað ofan úr brú. Ég man að fyrstu túrana vorum við á saltfiskveiðum við Grænland og Nýfundnaland og voru þeir túrar stundum langir, einn allt að þrír mánuðir. Erfitt var að manna togar- ana þessi árin, því flestir leituðu á síldarskipin, og var áhöfnin því oft ansi mislit hjörð þegar tekist hafði að safna henni saman. En eftir þriðja túrinn minn um borð hætti 1. vélstjóri og var ég ráðinn í hans stað. Þetta var um áramótin 1958-59 og var ég 1. vélstjóri upp frá því meðan ég var á skipinu. Af þessu má sjá að ég hafði ekki verið lengi á Þorkeli mána þegar við lentum í Nýfundnalandsveðrinu mikla í febrúar 1959. Þessir atburðir verða vitaskuld lengi í minnum hafð- ir og gleymast engum sem í þessu lenti hve gamall sem hann verður, þótt vissulega fyrnist yfir sumt og það sé ekki lengur jafn skýrt í huga manna.“ Veðrið skall á eins og hendi væri veifað „Við lögðum af stað frá Reykjavík þann 28. eða 29. janúar 1959 og tók siglingin á miðin fjóra og hálfan sól- arhring í sæmilegu veðri. Við tókum að veiða á svokölluðum Ritubanka, en hann er 120-130 mílur N-NA af Nýfundnalandi að mig minnir. Þarna hafði verið mjög góður afli, hreinasta mok og minnist ég varla annars eins. Hve fljótt tók að veiða í skipið byggðist eiginlega mest á því hve duglegir menn voru að koma aflan- um frá, en Þorkell máni tók all mikið Þorkell máni RE-205. magn eða um 400 tonn í lest. Tók þó oft ekki nema tvo og hálfan til þrjá daga að fylla. Að morgni laugardags- ins 7. febrúar vorum búnir að fá full- fermi að heita mátti. En hvað þennan umrædda dag snerti þá var vitað að von var á slæmu veðri, frést hafði af djúpri lægð og spáin var ekki góð. Þá bættist það við að menn þekktu alls ekki til slíkrar ísingar, frosts og veðurhæðar sem við áttum eftir að kynnast þarna, enda annað eins varla í minni annarra manna en þeirra sem lent höfðu í Halaveðrinu á sínum tíma. Sjókuldi var mikill og fyrir neðan frostmark þegar fyrir veðrið og síðar átti eftir að bætast við ofanfrost, þetta 14-18 gráður. Við vorum byrjaðir að ganga frá þegar veðrið skall á, en það gerðist eins og hendi væri veifað og svo mikil varð veðurharkan á augabragði að engin tök voru á að binda upp trollið nema til málamynda og öllum mönn- um skipað inn, lestar skálkaðar og öllu lokað. Þar með var byrjað að slóa og stefnt upp í veður og vind.“ Skipið komið til hcifnar í Reykjavík. Sjá má að bátauglurnar hafa verið soðnar burt og björgunarbátarnir eru farnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.