Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 49
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
49
Hauksdóttir. Séra Sigurður Guð-
mundsson flutti bæn.
Hátíðarguðsþjónustan var í Hafn-
arfjarðarkirkju kl. 10.30 og messaði
séra Gunnþór Ingason en Sjöfn
Magnúsdóttir og Sigurður Grétars-
son lásu ritningargreinar.
Skemmtisigling með börn hófst kl.
13.00 og fóru sumir bátarnir margar
ferðir, því nú sigldi enginn af togur-
unum.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar hóf leik
við Oseyrarbryggju laust fyrir kl.
14.00, en hún hafði áður um morgun-
inn leikið við Hrafnistu. Karel Kar-
elsson formaður Sjómannadags
Hafnarfjarðar setti útihátíðina með
skörulegu ávarpi. Ræðumenn að
þessu sinni voru:
Hólmgeir Jónsson framkvstj. Sjó-
mannasambandsins.
Kristín Sveinbjarnardóttir frá
S.V.D. Hraunprýði
Magnús Jón Árnason bæjarstjóri.
Helgi Einarsson skipstjóri heiðr-
aði aldraða sjómenn, hressa karla,
og hafa sumir þeirra sótt miðin fram
á síðustu ár. Þórhallur Hálfdánarson
var þar aldursforseti, en um hann er
hægt að segja að hann hafi um ára-
tuga skeið verið kjölfestan í „Skip-
stjóra- og stýrimannafélaginu Kára“
og Sjómannadeginum í Hafnarfirði.
Hann hefur sinnt fjölmörgum trún-
aðarstörfum fyrir þessi samtök,
„lengur en nokkur man“ og ætíð vak-
ið menn á ný til starfa þegar lægð og
Séra Gunnþór Ingason, Sjöfn Magnúsdóttir og Sigurður Grétarsson.
Frá vinstri: Magnús Kristjánsson, Haukur Sigurðsson, HaraldurP. Hilmarsson, Einar
Aðalsteinsson, Björn Sigurðsson, Claus H. Magnússon, Aðalsteinn Einarsson og
Aðalsteinn Stefánsson.
Gamlar sækempur heiðraðar. Frá vinstri: Þorleifur Gunnarsson, Ólafur Sigurgeirsson, Salvör Sumarliðadóttir, Bjarni Bjarnason,
Auður Sigurðardóttir, Helgi Einarsson skipstjóri, en hann heiðraði þá félaga. Halldóra Elsa Erlendsdóttir, Sigurður Gunnarsson,
Guðmunda Halldórsdóttir og Þórhallur Hálfdánarson.