Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 50
50
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
sinnuleysistímbil hafa gengið yfir.
Þórhallur er heiðursfélagi í „Skip-
stjóra- og stýrimannafélaginu Kára.“
Aðrir heiðurskarlar voru:
Þorleifur Gunnarsson
Bjarni Bjarnason
Ólafur Sigurgeirsson
Sigurður Gunnarsson
Barnakór Þjóðkirkjunnar söng,
stjórnandi var Brynhildur Auðbjarg-
ardóttir. Eftir sönginn á paliinum fór
kórinn vestur á Hrafnistu og söng
fyrir vistfólk.
LADDI, hinn eini og sanni, brá á
leik með söng og gamanmál og
skemmti fólki svo vel að hláturinn
ómaði um allan bæ. Honum til að-
stoðar var Hjörtur Hwoser.
Björn Thoroddsen sýndi listflug
við mikinn fögnuð og hefðu fáir vilj-
að sitja við hlið hans í vélinni, þegar
hann tók lykkjur og bakföli yfir höfn-
inni, eða lét flugvélina hringsnúast
eins og skopparakringlu á fullri ferð
niður. Það var engu líkara en að
hann ætlaði að stinga henni beint í
sjóinn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom
og sýndi björgun úr sjó. Milli riðla í
róðrarkeppninni sýndu félagar úr
Fiskakletti björgun úr sjó og fóru í
koddaslag. Hestaleiga var fyrir börn
og voru gæðingarnir mikið notaðir af
smáfólkinu.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék milli
atriða á pallinum.
Besta tíma skipshafna í róðrar-
keppninni náði áhöfnin á Hring,
1.29.6, en af landsveitum höfðu
Götustrákar vinninginn og var tími
þeirra 1.25.9, sem jafnframt var besti
TOGHLERAR
„FYRIR ALLAR TOGVEIÐAR”
J. HINRIKSSON H.F.
SÚÐARVOGI 4 SÍMAR 588 6677 / 568 0775
104 REYKJAVÍK MYNDSENDIR 568 9007
„FRAMLEIÐENDUR TOGBÚNAÐAR í ÁRATUGI"
brautartíminn og fengu þeir Eyja-
peyjabikarinn.
Dagskránni lauk með Sjómanna-
hófi á Hótel Sögu og var Gunnar
Rafn veislustjóri, en hann hafði áður
innt það starf af hendi við góðan orð-
stír. Ríó Saga og Jóhannes Kristjáns-
son eftirherma skemmtu gestum, en
hljómsveitin Saga Klass sá um dans-
músíkina. Skemmti fólk sér konung-
lega fram eftir nóttu, eða eins og seg-
ir í brag um Sjómannadaginn:
„Þar var fjör og fjöldasöngur
fagnaðarlæti, marsagöngur.
Gunni stýrði því veislu-standi
þó strákurinn alltaf vinni í landi.
Ráp milli borða, — boðið í glas,
bjórkollur tœmdar — félaga mas.
Dömur þar við ýmsa drjóla,
dansa af list og textann góla. “
Sendum
o um
sjomonnum
árnaðaróskir
á hátíðisde!
NÝHERJI