Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 56

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 56
56 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ reiðann til þess. Það voru þeir yngstu og röskustu sem til þess völdust. Þegar góður byr var og siglt mikinn, hvort heldur sem menn sigldu beiti- vind og „krusuðu“ eða á lensi, þá var það venja að skipstjórinn stóð alltaf sjálfur við stýrið. En ekki byrjaði alltaf vel og þessi skip gátu verið þrjá til fjóra daga frá Jökli inn til Reykjavíkur. Þegar sást til skútu við Gróttu sem lá og komst hvergi vegna þess að ekki byrjaði var vélbátur stundum sendur að draga hana inn, en véibátar voru þá nýlega komnir til sögunnar. Nei, fæðið um borð var ekki marg- brotið: Borðaður var fiskur alla daga en saltkjöt soðið á sunnudögum. Engar kartöflur voru með matnum en skonrok etið og rúgbrauð. Skon- rokið vildi mygla fljótt og rúgbrauðið líka, en þetta var geymt í strigapoka ofan á saltinu í afturlestinni. Þótt- brauðið væri orðið hvítmyglað var það etið samt, því engu mátti fleygja. Það var stundum soðið með fiskinum og púðursykur settur út í til bragð- bætis. Þetta var kallað hundsbelgja- glás og mér fannst hún ágæt — að minnsta kosti varð öllum gott af. Frá þessum eftirminnilega túr á kútter Sigríði ætti ég að geta þess að við urðum varir við mörg bresk herskip úti af Vestfjörðunum og skildum við ekki í hvað því mundi valda. Þetta voru stór skip og sté upp af þeim biksvartur kolareykurinn. En þegar við komum heim bárust okkur þær fregnir að heimsstyrjöldin fyrri væri hafin, og þar var komin skýringin á ferðum herskipanna.“ Á Gylfa og Belgaum „Um þetta leyti voru fyrstu togar- arnir komnir til landsins, og þar á meðal voru tveir í eigu Th. Thor- steinsson, Baldur og Bragi. Þeir og margir fleiri af þessum togurum voru hins vegar seldir Frökkum 1917 sem mjög vantaði skip á stríðsárunum. Kveldúlfur hélt þó sínum skipum og Alliance seldi aldrei Jón forseta. Þegar stríðinu lauk komu margir nýir togarar til landsins og þeirra á meðal Gylfi, Belgaum og Egill Skallagrímsson. Þótt ég væri þá aðeins fimmtán ára gamall fékk ég pláss á einum þessara togara, en hann var Gylfi. Þar var skipstjóri Jó- el Jónsson, en útgerðin var Defen- sor. Ég var á Gylfa aðeins um haustið og þetta var hörkuvinna og menn stóðu uns þeir voru orðnir alveg magnþrota og ónýtir. Þegar þeir komu ofan í hlýjuna í lúkarnum á morgnana duttu ýmsir steinsofandi ofan á diskinn. Ýmist var fiskað í ís eða þá í salt. Þegar fiskað var í ís var staðið meðan fiskaðist og á saltinu var ekki betra — því þá var alltaf fullt dekk. En þá voru engin vökulög og þetta var bara svona á þessum skip- um. Jóel Jónsson var hið mesta ljúf- menni og minnist ég hans með hlýju, því hann var mér unglingnum mjög góður. Þótt hann hlífði ekki öðrum þá hlífði hann sjálfum sér ekki held- ur. Á Gylfa kom ég í fyrsta skipti til Englands en við sigldum með fisk til Fleetwood. Þetta varð ansi löng dvöl því við lentum í kolastræk og kynnt- ist ég því Bretagrund þarna dálítið. í ársbyrjun 1920 réð ég mig á togar- ann Belgaum til Þórarins Olgeirsson- ar. Þar var mikið unnið eins og á Gylfa, en Þórarinn tók það upp hjá sjálfum sér að sjá til þess að menn fengu fjögurra tíma svefn. Hann sá að það borgaði sig því að þannig fékk hann meiri vinnu út úr mönnunum. Aldrei var stoppað nema einn dag í landi — komið að morgni og farið út að kvöldi. Þennan tíma sváfu menn. Skipin voru úti 5-10 daga ef veitt var í ís, og fór það þá eftir aflanum. Á salti voru túrarnir miklu lengri. Áhöfnin á ísfiskveiðum var 20-22 menn en á saltinu um 30 menn.“ í Halaveðrinu „Ég var á Belgaum til 1924, en þá um sumarið réð ég mig til síldveiða um skeið á bát sem hét Ásgeir, skip- stjóri Snæbjörn Stefánsson. Um haustið tók hann við togaranum Agli Skallagrímssyni og fór ég um borð til hans og var með honum í átta ár. Á því skipi lenti ég í Halaveðrinu 7.-8. febrúar 1925. Þaðbjargaði okk- ur frá því að fara niður eins og Leifur heppni og Fieldmarshal Robertson að við vorum búnir að brenna mestu af kolabirgðunum og að afli hafði verið tregur. Skipið var því létt og kom upp úr sjóunum sem yfir það riðu. Annars hefðum við ekki haft það af. Við sáum Leif heppna að veiðum skammt frá okkur og var fuglager í kringum hann, því Gísli skipstjóri var seigur að fiska á Halan- um. Ég veit ekki til að neinn hafi séð Leif heppna eftir það. Eftir þessi átta ár á Agli Skalla- grímssyni lá leiðin um borð í Gull- topp til Halldórs Gíslasonar skip- stjóra. Þar var ég í önnur átta ár, og hafði þá verið í 16 ár á skipum Kveld- úlfs.“ 30 ár á frystiskipum „í stríðsbyrjun fór ég af Gulltoppi á togarann Skutul frá ísafirði sem stýrimaður hjá Árna Ingólfssyni skipstjóra og var á togurum upp frá því til 1955. Þá hætti ég til þess að gerast fulltrúi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna um borð í frystiskipum á leið þeirra í kringum landið. Við þessi störf var ég næstu þrjátíu árin eða til ársins 1982, en þá var ég orðinn 82 ára. Þá spurði minn ágæti yfirmaður mig hvort ég vildi ekki fara að hætta og féllst ég á það — varð nú hálf feginn... Já, þetta er orðinn langur ferill á sjónum og nú nýt ég kyrrðarinnar og næðisins hér á Nýlendugötunni þar sem ég er fædddur. Við bjuggum löngum tvö hérna síðustu árin, ég og konan mín Helga Halldórsdóttir, en hana missti ég fyrir fjórum árum. Hún var ættuð úr Hnífsdal og því af vestfirskum ættum eins og ég. Við giftum okkur árið 1939 og eignuð- umst tvær dætur. Mér finnst gott að það er skammur spölur niður að höfninni og þangað læt ég aldrei undir höfuð leggjast að fá mér göngutúr á hverjum degi.“ Við þökkum þessum aldna höfð- ingsmanni fyrir spjallið og óskum honum margra fagurra ellidaga í við- bót. AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.