Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 58
58
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Einstök þolinmæði- og listasmíð færð
Hrafnistu að gjöf
Rætt við völundinn Hjálmar Pétursson úrsmið sem varði yfir 2000 klst. til
nákvæmrar eftirgerðar Sigurbjargar ÓF-1 og gaf til minningar um þá er fórust
í Helliseyjarslysinu 1984
Smiðurinn stendur hér hjá afrakstri yfir 2000 klukkustunda þolinmœðivinnu sinnar — hinu stórglœsilega líkani af Sigurbjörgu ÓF-1
s
anddyri Hrafnistu í Reykjavík
má nú líta grip sem skilið á að
hljóta eftirtekt allra sem þar
koma inn fyrir dyr. Hér er um að
ræða hárnákvæma eftirlíkingu af vél-
bátnum Sigurbjörgu ÓF-1, en hún
var fyrsta stálskipið sem smíðað var í
Slippstöðinni á Akureyri, en það var
árið 1966. Smiður líkansins er Hjálm-
ar Pétursson úrsmiður, en hann og
sambýliskona hans, Hjördís Einars-
dóttir, gáfu heimilinu skipið í minn-
ingu þeirra fjögurra ungu manna sem
fórust í Helliseyjarslysinu við Vest-
mannaeyjar 11. mars 1984. Þeirra á
meðal var sonur Hjördísar, Hjörtur
Rósmann Jónsson skipstjóri. Aðeins
einn komst af eftir frækilegt sund 6
km. leið og var hann sem menn muna
Guðlaugur Friðþórsson háseti. Gjöf-
in var færð heimilinu í nóvember
1985 og munu mætari gjafir fátíðar
hvar sem er. Sjómannadagsblaðið
heimsótti Hjálmar Pétursson á heim-
ili hans og ræddi við hann um þessa
fágætu smíð og þá fyrirhöfn sem hún
kostaði. En fyrst spurðum við
Hjálmar um ætt hans og uppruna.
„Ég er fæddur á Eskifirði þann 20.
maí 1931 og er því 65 ára gamall,“
segir Hjálmar. „Foreldrar mínir voru
Pétur B. Jónsson skósmiður og Sig-
urbjörg Pétursdóttir. Á Eskifirði ólst
ég upp til sjö ára aldurs, en lífið þar
var erfitt því við vorum mörg börnin
eða fimmtán talsins, sjö systur og
átta bræður. Því fluttu foreldrar mín-
ir til Akureyrar og starfaði faðir
minn þar við skógerð Iðunnar alla
tíð, eða frá 1938 og fram yfir 1960. Á
Akureyri átti ég heima alla tíð eða
þar til ég flutti suður 1979.
Ég hafði ætlað mér að verða hús-
gagnasmiður, en þar sem erfitt var að
komast í iðnnám á þeim árum kallaði
ég mig heppinn þegar pabbi kom mér
í úrsmíðanám hjá Bjarna Jónssyni