Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 62

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 62
62 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Svo fengum við fermingarbræðurnir okkur vel í nefið“ — segir Þórður Sigurðsson, sem veturinn 1918 lifði ekki á öðru en hafragraut og drukk vestur í Seyðisfírði við Djúp Heilan vetur lifði fjölskyldan heima á hafragraut og drukk (mjólkurmysu), fá- tæktin var svona mikil. Þetta var vet- urinn 1918 og frostið var slíkt að sængin var frosin við vitin á okkur þegar við vöknuðum á morgnana. Frostið komst niður í 34 stig og Djúp- ið var allt lagt, svo menn gátu farið með hestasleða heiman að úr Seyðis- firði út á ísafjörð í kaupstað. Nei, ég vildi ekki lifa þann vetur upp aftur.“ Þetta segir Þórður Sigurðsson fyrr- um skipstjóri sem sleit barnsskónum vestur í Hestfirði við Djúp á fyrstu árum aldarinnar, en hann er fæddur 1906. í Hestfirði býr enginn nú en fyrir alllöngu er kominn þangað bíl- vegur. En í ungdæmi Þórðar bjuggu þar 70-80 manns og við báðum hann að segja okkur frá þessu mannlífi í firðinum forðum. Hann er til heimil- is að Hrafnistu í Hafnarfirði og verð- ur níræður nú síðsumars. „Ég er fæddur 25. ágúst 1906 á Markeyri í Skötufirði og verð því ní- ræður í sumar ef Guð lofar,“ segir hann, „en fluttist tveggja ára gamall að Fæti í Seyðisfirði með foreldrum mínum. Þau voru Sigurður Þórðar- son og Evlalía Guðmundsdóttir. Þegar við komum að Fæti var verið að byggja þar hús fyrir föður minn, sem enn er uppistandandi, en af því að það var ekki fullgert þá urðum við að vera í gamla bænum til að byrja með. Þetta var torfbær, svo sem 15 fermetrar, en fjölskyldan taldi tíu manns, svo þrengsli voru mikil. Það voru svo sem líka þrengsli eftir að í Þórður Sigurðsson: „Hún varekki léttœv- in hjá móður minni... “ nýja húsið kom, því stórt var það ekki, en auðvitað mikill munur frá hinu.“ Salahús og Folakot í Hestfirði var á þessum tíma búið á sex bæjuin að bænum á Fæti með- töldum. Á Tröðum var þríbýli og svo voru Salahús og Folakot. Uti í Fætin- um Hestfjarðarmegin stóðu svo þrjú hús saman, Tjaldtangi, Miðhús og Siggahús. Á Grjóthlaði bjó ein fjöl- skylda. Helsta túnið í firðinum var á Fæti, en það taldist tuttugu hundruð og næst stærst var túnið í Folafætin- um, fjögur hundruð. Nú, um bústofn hjá fólki er það að segja að hver fjölskylda átti svona 10-12 ær. Við höfðum þrjár kýr á fæti og tvo hesta, en í Folafæti voru tvær kýr og einn hestur. Að sumrinu snerust öll störfin í kringum skepnurnar og hjá okkur börnunum að vaka yfir túninu sem var alls ógirt. En að vetrinum var sjósóknin aðalbjargræðið, og allir áttu árabát sem róið var á til fiskjar. Til dærnis átti faðir minn tvo árabáta sem hétu Breiður og Mjóni. Hann reri á þeim úr Höfnum á vorin þar sem helsta útræðið var á þessum slóðum þá. Það var engin sæluvist að róa í Höfnunum og aðbúnaðurinn lé- legur, enda átti það svo að fara að faðir minn fékk lungnabólgu þar og var fluttur heim í Seyðisfjörð þar sem hann lést. Þá var ég níu ára. Nærri má geta hvort ekki var harmur kveðinn að okkur heima, en nú stóð móðir okkar ein uppi með okkur átta börnin. Sigurgeir bróðir minn var aðeins þrettán ára þá og elstur okkar bræðra, svo það lögðust þungar skyldur á hans ungu herðar við þetta. Hann fór nú að róa á bát- um pabba og gerði það uns hann síð- ar eignaðist 5 tonna mótorbát. Ára- bátarnir báru beinin heima á Fæti. Fiskur sem veiddist heiman að á vetrum var allur saltaður að Fæti og seldur þeim Jóni Jónssyni og Grími Jónssyni í Súðavík eftir því hvor bet- ur bauð það og það sinnið. Mataræði Sigurgeir fór snemma að fara í ver,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.