Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 70

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 70
70 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Forsíða Grœnlandsvinarins: Einkunnarorð blaðsins á grœnlensku og íslensku eru efst ívinstra og hægra horni: „Með lögum skal land byggja... og þeir er vart hafa til Grœnlands... í várum lögum “ menn að íslendingar héldu eftir mætti opnum leiðum til þess að krefj- ast ítaka og réttinda á Grænlandi með því að mótmæla því að Dönum yrði heimilað að hætta skýrslugerð- inni. Ríkisstjórnin lagði aftur á móti fram sína eigin tillögu sem lagði til að fulltrúum íslands hjá S.Þ. yrði skipað að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Urðu úrslit þau að tillaga ríkisstjórn- arinnar var samþykkt með 30 at- kvæðum gegn 20. Kristinn Guðmundsson utanríkis- ráðherra vísaði til þess er hann gerði grein fyrir tillögum ríkisstjórnarinn- ar að nefnd sem Bjarni Benediktsson hafði sett á laggirnir í fyrri stjórn til þess að rannsaka réttarkröfu Islands til Grænlands hefði komist að nei- kvæðum niðurstöðum sem síst styrktu aðstöðu Islendinga til þess að greiða atkvæði öðru vísi en nefndin lagði til. Mótmæli Ekki voru þessi úrslit öllum að skapi og sannarlega má segja að ný- lenduveldisdraumar hafi blundað í brjóstum ólíklegustu manna og sam- taka á þessum tíma. Þannig sagði í samþykkt frá stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands: „Stjórn FFSÍ leyfir sér hér með að minna hæstvirta ríkisstjórn á sam- þykktir undangenginna þinga FFSÍ um að ríkisstjórnin og Alþingi beiti sér fyrir því á alþjóðavettvangi að leita úrskurðar um forn réttindi Is- lendinga til Grænlands. Vér skorum því fastlega á ríkisstjórnina og Al- þingi það er nú situr að notfæra sér nú tækifærið hjá S.Þ. til að koma þessum óskum á framfæri á grund- velli tillagna hr. alþingismanns Pét- urs Ottesens og að mótmæla þá um leið aðgerðum Dana í Grænlands- málinu og þá sérstaklega innlimun Dana á landinu, án þess að réttur íslendinga sé reyndur...“ Sama daginn og atkvæðagreiðslan fór fram á Alþingi stóð þing Alþýðu- sambands Islands yfir. Þar báru full- trúar allra sjómannafélaganna fram svohljóðandi ályktun sem samþykkt var einróma: „24 þing ASÍ mótmælir innlimun Grænlands í danska ríkið, þar sem það telur að Islendingar eigi þar rétt- ar og hagsmuna að gæta. Þingið skor- ar því á alla sanna íslendinga að standa vel á verði og vernda þessi og önnur réttindi sín. Þá krefst þingið þess að fulltrúar íslands á þingi S.Þ. greiði atkvæði gegn innlimun Grænlands í Dan- mörku.“ Grænlandsvinurinn Um það leyti sem þessi umræða fór fram á Alþingi og í fjölmiðlum hóf göngu sína tímaritið „Græn- landsvinurinn." Utgefandi hans og ábyrgðarmaður var Ragnar V. Sturluson. í ávarpsorðum til lesenda segir hann m.a.: „I augum allra þjóðhollra Islend- inga á vitundin um Grænland sér djúpar rætur. Allt frá þeim dögum er harmsaga Snæbjarnar Galta, finn- anda Grænlands og félaga hans, gerðist á tíundu öld sem og sigling landnámsflotans með Eirík rauða í fararbroddi til þessara nýju átthaga í skjóli „várra laga“ hefur saga Græn- lands verið samofin vitundarlífi ís- lenskra „sögu“-manna, engu síður en saga Islands sjálfs." Blaðið er skelegg krafa um það að krafa íslendinga til auðlinda Græn- lands á landi og við strendur þess verði viðurkennd. GrundvöIIurinn sem þessi krafa er reist á og sá grund- völlur sem Pétur Ottesen hafði reyndar einnig að bakhjarli tillögu- gerðar sinnar er þó enn ekki tíundað- ur: Hann var hið gífurlega starf dr. Jóns Dúasonar sem varði miklum hluta starfsævi sinnar til þess að rannsaka sögu og réttarstöðu Græn- lands í því augnamiði að ættjörð hans, Island, mundi einn dag verða móðurland Grænlands. Jón Dúason En hver var Jón Dúason? Þeir sem á sjöunda áratugnum hefðu átt leið um Þingholtsstrætið í Reykjavík hefðu vel getað rekist á háan og grannan mann með mikið og tígulegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.