Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 82
82
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Mestu herskip sjóvelda Evrópu á 17. öld voru erigin smásmíði. Hér má líta eitt skipa
danska flotans á velmektardögum Kristjáns IV.
hefðu reiðararnir þar ei síður gagn
af, því sagt væri að íslenskir fengju
dönskum matinn, en héldi eftir bein-
unum. Hann spyr mig h' 't ei svo
væri. En ég kvað satt vei .1 a> Janskir
hefðu bolina en íslenskir höfðunum
eftir héldu.
Margt fleira var um þessa lands
höndlan og háttarlag ríkra og fá-
tækra talað, en ég ansaði fáu til. En
svo var að merkja að kóngur væri
margs vís orðinn hvernig hér til gengi
og spurðist fyrir um falsaða vöru
danskra, hvort satt væri sem þeir
jafnan um knurruðu, þeir eð hér
byggi, enþó kæmi enginn héðan með
skjallega áklögun þar yfir, hvað hon-
um mjög þótti, óskandi að Island
væri sér svo nálægt sem þá var Nor-
egur. Eg segi kóngi að einn íslenskur
stúdent væri þann tíma í Kaupin-
hafn, Þorlákur Þorkelsson að nafni
frá Hólum, sem þríslags próf hefði til
sýnis. Kóngur gladdist við og bað
mig að áfýsa að hann þau fyrir sér til
sýnis léti, svo hann þar um eitthvað
glögglega fregna fengi. Og svo að
þessu samtali í það sinn öllu enduðu,
lét kóngur kalla á sinn eigin víntapp-
ara, M. Christian Skammelsson, og
bífalaði honum eitt 12 marka vín-
staup okkur að afhenda, og að því
meðteknu gafst okkur burtfararleyfi
aftur þaðan.
Albert Skiel áfýsti kóng héðan
fólk að útskrifa. Kóngur kvað land
þetta ei fólkríkt vera og bændur ei
missa mega. Upp frá þessu ávarpaði
kóngur mig þrávallt með ljúflegu
ávarpi, hvar hann sá mig.“
Konunglegu borðsilfri
fleygt í sjóinn!
„Síðan fengum vér suðaustanvind
norður með Noregi, allt til þess að
vér komum í Fleckerey. Þar kom
kóngur á land að umskoða, hvað
honum virtist, og hinir aðrir herrar
með honum, og svo ferðaðist hann
með þeim á þann næsta prestagarð,
er þar lá við höfnina, og svo út til
skipanna um kvöldið og svo aftur að
morgni til heimferðar. Ei leist kóngi
hentugt þar blokkhús að byggja láta.
Sá atburður skeði á heimreisunni,
að nær kóngur vildi kvöldmáltíð
halda, að vantaði allt borðsilfrið, en
kóngsins vaktari hafði gleymt silfrið
að heimta eftir miðdagsmáltíðina. Þá
gjörðist mikill ókyrrleiki í skipinu af
þvílíku tilfelli, og voru þá allir upp á
þilfar kallaðir og lykill sérhvers
manns heimtur að öllum hirslum, og
var ég þá sem fleiri stórlega uggandi
að hefði svo mátt til bera að nokkur
óráðvandur hefði mátt koma því á
veitur frómra manna. Þessi rannsókn
var gjörð af prófoss og hans 4 svein-
um. Einn bátsmaður, Rasmus að
nafni, gekk til skipherrans og gaf
honum heimuglega að skilja að á
sama degi, stund eftir máltíð, hefði
úr fötu gegnum vatnsportið, ein-
hverju hringlandi hellt verið. Það
kom fyrir kóng. En sá, sem gjört
hafði, hét Jón og var nýlega kominn í
kóngsins þjónustu og var ættaður
neðarlega úr Noregi — og eru í fyrstu
kallaðir Grábeinar. Þessi maður var
léðurkóngsinsmatgjörðarmanni, M.
Christian, sá eð hafði undir sér 11
sveina. Senn var hann fyrir kóng
kallaður og með stórri hræðslu varp-
aði hann sér flötum fyrir kóng og
meðkenndist sér það með óvilja
verið hafa, og hefði hann þess ei gáð,
því vatnið hefði gruggugt verið.
Kóngur brosti við og vorkynnti
manninum og kvað hann fávísan og
fátækan vera og sagði hann skyldi
þjóna eitt ár þar fyrir upp á hólmin-
um. Var svo þar ei meir um talað.“
Dreginn „kattarstrjúpi“
„Einn sunnudag á heimleiðinni
var byrleysi, og eftir predikun og
máltíð lét kóngur allt fólkið upp kalla
á þiljur og bað það eitthvað til gam-
ans upp að finna. Kóngur helst bað,
að einhverjir drægi kattastrjúpa, er
svo kallast. En þeim leik er svo varið
að þeir bregða snæri aftur fyrir hvors
hnakka og dragast svo hart á hnjám
og höndum sem megna, og er með
krít merki skrifað yfir um þvert þil-
far, yfir hvert hvor keppist öðrum að
kippa. Þessi Jón, sem silfrinu hafði
úthellt, var upphvattur þennan leik
að hefja. Hann var stór maður og
geysilega sterkur. Honum var valinn
einn af fólkinu, fyrst af bátsmönn-
um, til leikbróður sásterkasti, ogsíð-
an 4 aðrir, hverja alla hann karsklega
yfirvann. En kóngur ntiðlaði honum
við hvern mann hálfri mörk, sem er