Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 86
86
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Katrín mikla, keisaraynja af Rússlandi. „ Vor kœra keisarainna heldur mikið meir með
þeim gemeina manni en hennar officere", segirÁrni, sem dáði Katrínu og Rússa mikið
og einlœglega.
Rússar voru kvensamir þar
þeir sáu tækifæri
„Eftir þetta komum vér í plátz sem
heitir Portenhom (Port Mahon).
Petta pláts heyrði þeim engelsku til.
Þar var hin besta höfn og gott kastill.
Vér lágum þar lengi og repareruðum
vort skip er hafði fengið skaða í þeim
spanska sjó. Þaðan sigldi vor Asia frá
oss og admiral Arf, er þaug tvö skip
fóru nú lengra inn í hafið til þeirra
tyrknesku grensa. Vér vorum í þessu
plátzi langt fram yfir jól. Þegar vér
vorum nú búnir að gjöra við skipið,
fengum vér lof að fara í land. Eg
hafði einn hollenskan dúkat og eigi
vissa eg hvað fyrir hann fékk, því þar
voru allir hlutir so dýrir að vér feng-
um ætíð lítið fyrir peninga. Eg keypti
þar máltíð mat, en ég mátti betala
fyrir hana, eg þori að segja yfir 3 mk.
danske. Eg lá í rúmi eins soldats er
vakt hafði, en hann hafði visiterað
mína vasa um nóttina, en eg hafði þá
forvarað í mínum hálsklút, so hann
fann þá ei. Mínir kammerater höfðu
slegist um nóttina og einn þeirra
hafði brugt hníf. Voru þar fyrir
straffaðir þegar um borð komu. Þeir
stálu tóbaki frá mér. Eg fékk það
aldrei síðan. Þeir dönsku eru aldrei
trúir sínum eigin lagsmönnum, því
síður oss íslenskum, sem þeir vilja
gjarna hafa fyrir sína þénara. Eru
mikið ótrúir í orðum og verkum, so
ég hef aldrei fengið nokkurn trúskap
hjá danskri nasjón. Oft gengu Rússar
í land, en þar urðu engin klögumál
upp á þá í Portenhom. En danskir
urðu oft straffaðir, bæði fyrir klamm-
erí og þjófnað. Eg hitti mig vel á
öllum stöðum. Rússar voru kven-
samir þar þeir sáu tækifæri. Nú fór-
um vér frá þessari ey. Þar voru tveir
býir á þessu plátsi, allt engelskt fólk,
þó fátt frá Vallandi (Ítalíu), so sem
frá Livorno og þeim næstu plátsum
þar um kring. Og að teknu tækifæri
fórum vér inn eftir hafinu.“
Gjörðu frið við Tyrkjann
„Eg gleymdi að fortelja að í Por-
tenhom voru tvö dönsk orlogsskip,
sem var Prins Frederik, er færði
kommandör Becker, og orlogsskipið
Slésvík, er voru af þeim átta er vor
kóngur út sendi að inntaka Algeir.
En þegar þeir höfðu út skotið púðri
og kúlum, er ei kunnu fanga staðinn,
því þeir lágu so langt úti á sjónum, að
ei kunnu þessir eða Tyrkinn að ná
með skotum hver til annars, — fóru
síðan í land og gjörðu frið við Tyrkj-
ann, hvar af þeir komust í slétt umtal
hjá öllu fólki, að sínum kóngi so ótrú-
ir væru og ei vildu voga sér í hættu
fyrir hann og föðurlandið.
Matrósar voru hugprúðir og vildu
fegnir hafa slegist með Tyrkjann, en
yfirvöldin voru hrædd að voga sér í
hættu. Nú þegar frið gjört höfðu
urðu þeir so slæmir við fólkið að
plága það með erfiði og litla fæðu, að
þar kom stór sjúkdómur í skipið, so
þar voru yfir tvö hundruð manns í
húsi einu, er var byggt á einnri ey við
Portenhom. Þar komu þau rússisku
yfirvöld og sáu upp á þessa menn,
sem bæði höfðu lítið að eta og sjúk-
dóm í meira lagi. Fjöldi allur dóu þar
þegar vér vorum þar. Þeir rússisku