Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 88

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 88
88 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Liðin eru 90 ár frá „Ingvarsslysinu“, sem geymist í huga manna sem eitt raunalegasta sjóslys hérlendis í þessu ægilega veðri þann 7. apríl 1906 týndust einnig þilskipin Emilie og Sophie Wheatly og með þessum þrem skipum alls 68 menn Reykjavík í marsbyrjun 1906. Undanfarna daga hefur mikið verið um að vera við höfnina. Verið er að búa hinn mikla þilskipaflota Reykvíkinga til vetrar- vertíðar og það þarf í mörg horn að líta. Farið er yfir skipin og búnað þeirra, vatn og kostur tekinn um borð og skipstjórar kanna lið sitt. A flestum þessara skipa er einvalalið. Menn sem hafa frá blautu barnsbeini stundað sjósókn, margir hverjir fyrst á áraskipum, þar sem þeir hlutu eld- skírn sína, en síðar hafa þeir svo fengið pláss á þilskipunum. Það þótti eftirsóknarvert, jafnvel þótt vinnan væri erfið og vökur langar og strang- / \ i ■, ar. Á góðum skipum var unnt að hafa meiri tekjur en í annarri atvinnu og menn vildu fúsir leggja á sig erfiði ef það mátti verða til þess að þeir gætu séð sér og sínum fyrir sæmilegu lífs- viðurværi. Kjörin höfðu líka batnað, svo sem fram kemur í nýstofnuðu blaði heimastjórnarmanna, Lögréttu, sem fjallar um kjör sjómanna í vertíðar- byrjun á eftirfarandi hátt: „Fyrir átta árum,“ segir blaðið, „ var hæsta mánaðarkaup á fiskiskipi 40 kr og 3 aura verðlaun á fisk. 1/3 kaupsins var þá goldinn í vönnn. Nú er mánaðarkaupið orðið 45-60 kr. og 4—5 aura verðlaun á fisk. Og nú er kaupið allt goldið ípeningum. “ Við upphaf togaraaldar „Ý msar blikur voru á lofti í útgerð- armálum í þessari vertíðarbyrjun sem og í landsmálunum. Ný öld var að renna upp, ekki aðeins í almanak- inu, heldur var ýmsum nýjungum að skjóta upp sem boðuðu breytta tíð. Um árabil höfðu íslenskir sjómenn fylgst með nýrri gerð skipa frá út- löndum er sóttu á íslandsmið — botnvörpungunum. Þeir fylgdust með hvernig þeir sópuðu upp fiskin- um á sama tíma og afli var oft rýr hjá íslensku skipunum. Þótt margir hefðu horn í síðu þessa keppinautar og þætti nóg um þá rányrkju sem er- lendu skipin stunduðu augljóslega, voru þeir þó fleiri sem sáu framtíðina í þessum skipum. Fyrst sjómenn ann- arra þjóða gátu aflað svo á þessi skip þá lúutu íslendingar að geta það líka. Tveimur árum áður hafði fyrsti ís- lenski botnvörpungurinn, Coot, sem gerður var út frá Hafnarfirði, komið til iandsins og í október 1905 var stofnað nýtt útgerðarfélag sem hlaut nafnið Alliance. Tilgangur félags þessa var sagður að láta smíða botn- vörpuskip í Englandi og gera það út héðan til fiskveiða. Menn höfðu tröllatrú á þessu fyrirtæki, ekki síst vegna þess hverjir stóðu að því og voru aðalmenn í því. Þar var hinn kunni athafnamaður Thor Jensen í fararbroddi og með honum í félags- stofnuninni voru nokkrir kunnir skipstjórar, Halldór Kr. Þorsteins-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.