Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 88
88
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Liðin eru 90 ár frá „Ingvarsslysinu“,
sem geymist í huga manna sem eitt
raunalegasta sjóslys hérlendis
í þessu ægilega veðri þann 7. apríl 1906 týndust einnig þilskipin Emilie
og Sophie Wheatly og með þessum þrem skipum alls 68 menn
Reykjavík í marsbyrjun 1906.
Undanfarna daga hefur
mikið verið um að vera við
höfnina. Verið er að búa hinn mikla
þilskipaflota Reykvíkinga til vetrar-
vertíðar og það þarf í mörg horn að
líta. Farið er yfir skipin og búnað
þeirra, vatn og kostur tekinn um
borð og skipstjórar kanna lið sitt. A
flestum þessara skipa er einvalalið.
Menn sem hafa frá blautu barnsbeini
stundað sjósókn, margir hverjir fyrst
á áraskipum, þar sem þeir hlutu eld-
skírn sína, en síðar hafa þeir svo
fengið pláss á þilskipunum. Það þótti
eftirsóknarvert, jafnvel þótt vinnan
væri erfið og vökur langar og strang-
/
\
i ■,
ar. Á góðum skipum var unnt að hafa
meiri tekjur en í annarri atvinnu og
menn vildu fúsir leggja á sig erfiði ef
það mátti verða til þess að þeir gætu
séð sér og sínum fyrir sæmilegu lífs-
viðurværi.
Kjörin höfðu líka batnað, svo sem
fram kemur í nýstofnuðu blaði
heimastjórnarmanna, Lögréttu, sem
fjallar um kjör sjómanna í vertíðar-
byrjun á eftirfarandi hátt:
„Fyrir átta árum,“ segir blaðið,
„ var hæsta mánaðarkaup á fiskiskipi
40 kr og 3 aura verðlaun á fisk. 1/3
kaupsins var þá goldinn í vönnn. Nú
er mánaðarkaupið orðið 45-60 kr. og
4—5 aura verðlaun á fisk. Og nú er
kaupið allt goldið ípeningum. “
Við upphaf togaraaldar
„Ý msar blikur voru á lofti í útgerð-
armálum í þessari vertíðarbyrjun
sem og í landsmálunum. Ný öld var
að renna upp, ekki aðeins í almanak-
inu, heldur var ýmsum nýjungum að
skjóta upp sem boðuðu breytta tíð.
Um árabil höfðu íslenskir sjómenn
fylgst með nýrri gerð skipa frá út-
löndum er sóttu á íslandsmið —
botnvörpungunum. Þeir fylgdust
með hvernig þeir sópuðu upp fiskin-
um á sama tíma og afli var oft rýr hjá
íslensku skipunum. Þótt margir
hefðu horn í síðu þessa keppinautar
og þætti nóg um þá rányrkju sem er-
lendu skipin stunduðu augljóslega,
voru þeir þó fleiri sem sáu framtíðina
í þessum skipum. Fyrst sjómenn ann-
arra þjóða gátu aflað svo á þessi skip
þá lúutu íslendingar að geta það líka.
Tveimur árum áður hafði fyrsti ís-
lenski botnvörpungurinn, Coot, sem
gerður var út frá Hafnarfirði, komið
til iandsins og í október 1905 var
stofnað nýtt útgerðarfélag sem hlaut
nafnið Alliance. Tilgangur félags
þessa var sagður að láta smíða botn-
vörpuskip í Englandi og gera það út
héðan til fiskveiða. Menn höfðu
tröllatrú á þessu fyrirtæki, ekki síst
vegna þess hverjir stóðu að því og
voru aðalmenn í því. Þar var hinn
kunni athafnamaður Thor Jensen í
fararbroddi og með honum í félags-
stofnuninni voru nokkrir kunnir
skipstjórar, Halldór Kr. Þorsteins-