Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 91
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
91
Talan 1. merkir staðinn þar sem Ingvar fórst.
hjálpar og skoruðu á þá að fá sér bát
og fara um borð í eitthvert þeirra sex
gufuskipa sem lágu á Reykjavíkur-
höfn, biðja þau að fara á vettvang og
freista þess að bjarga áhöfn Jngvars.“
Siglt milli skipa án árangurs
„Nú brugðust menn vel og skjótt
við. Hinn kunni skipstjóri Geir Sig-
urðsson og Helgi Teitsson hafnsögu-
maður gáfu sig þegar fram og fengu
menn til liðs við sig. Skotið var út
fjögurra manna fari sem Thomsen
átti og lánaði til ferðarinnar. Hér var
vissulega teflt á tvær hættur, en menn
létu það ekki á sig fá. Bátnum var
hrundið á flot og mannfjöldinn fylgd-
ist með honum út höfnina. Gekk all-
greiðlega að ná til strandferðaskips-
ins Reykjavíkur sem lá næst landi.
Öll áhöfn skipsins var um borð og
höfðu þeir Geir og Helgi tal af skip-
stjóranum. Svaraði hann þeim að
bragði og sagði að hann væri alls ekki
fær um að veita hjálp í slíku veðri.
Skip sitt vantaði næga kjölfestu og
það væri aðeins líklegt að hann tefldi
því og áhöfn sinni í hættu ef hann
gerði tilraun til þess að fara út að
Viðey. Ekki gáfust mennirnir upp
við svo búið, en brutust út að gufu-
skipinu Súlunni sem lá þarna
skammt frá og hafði dregið neyðar-
merki upp. Ekkert var þó að þar um
borð, heldur hafði neyðarmerkið
verið gefið til þess að láta vita um
slysið við Viðey. Hjá skipstjórnar-
mönnum á Súlunni fengu bátsverjar
sömu svör og á Reykjavík. Vonlaust
væri að reyna björgun. Héldu þeir
við svo búið að botnvörpungi Por-
valds á Þorvaldseyri, Seagull, en þar
var einnig sömu svör að hafa og báts-
verjar urðu frá að hverfa við svo
búið.“
Björgunartilraun Gambetta
„Skammt frá Seagull lá gufuskipið
Gambetta, sem komið hafði til
Reykjavíkur skömmu áður með
vörufarm til verslunar Ásgeirs Sig-
urðssonar. Hafði skip þetta nú dreg-
ið upp leiðsögumerki og börðu báts-
verjar að því. Lýsti skipstjóri sig
þegar reiðubúinn að gera tilraun til
björgunar, og var þegar farið að und-
irbúa skipið.
Meðan þessu fór fram fylgdust
menn með Ingvari í brimgarðinum
Fimm skútur á Reykjavíkurhöfn.