Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 94
94
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Kútter Sophie Wheatly.
oft ein í þær leitarferðir. Fór Jónas
stundum með henni og sá hve hún
gekk vandvirknislega að leitinni, því
að hún skoðaði í hverja klettaskoru,
hvert lón og hvern þarabing í fjör-
unni. María var roskin kona að aldri,
sviphrein og virðuleg, stór og vel
vaxin.“
Afdrif Emilie og
Sophie Wheatly“
„Óveðrið stóð nær linnulaust
næstu nótt. Mörgum hefur þá ekki
verið svefnsamt. Óhugur bjó í brjósti
allra sem séð höfðu hið hörmulega
slys við Viðey og enn voru mörg skip
úti sem ekkert hafði spurst til. Af
fenginni reynslu vissu menn að þil-
skipunum var hætt, ekki síst þeim
sem verið höfðu fyrir Reykjanesi.
Vonuðust menn eftir því að þau
hefðu komist í var við Garðskaga.
Nýr dagur reis. Enn var hið versta
veður, þótt ofsinn væri ekki jafn mik-
ill og daginn áður. Þegar Reykvík-
ingar horfðu út til Viðeyjar var þar
ekkert að sjá. Óveðrið hafði brotið
Ingvar í spón.
Um hádegi þennan dag komu
nokkur þilskip til Reykjavíkurhafnar
og höfðu þær fréttir að færa að veðrið
úti fyrir hefði verið afskaplegt daginn
áður og um nóttina. Loks hafði frést
til allra þilskipanna nema þriggja:
Sophiu Wheatly, Emilie og Svans og
voru menn mjög uggandi um afdrif
þeirra. Til tveggja þeirra fyrrnefndu
hafði sést eftir að óveðrið skall á og
voru þau þá á leið norður yfir
Flóann, en engar spurnir höfðu
menn af Svani. Birti því heldur betur
yfir mönnum þegar Svanur kom til
Reykjavíkur um kvöldið og hafði
skipið lent í miklum hrakningum og
erfiðleikum.
En ekki varð þess langt að bíða að
fregnir fengjust af afdrifum þilskips-
ins Emilie, sem var í eigu Th. Thor-
steinssonar kaupmanns og útgerðar-
manns í Reykjavík. Þegar flóabátur-
inn Reykjavík kom næst frá
Borgarnesi til Reykjavíkur hafði
hann meðferðis bréf frá Pétri Þórð-
arsyni hreppstjóra í Hraunhreppi þar
sem hann skýrði frá að margs konar
brak úr þilskipi hefði rekið á fjörur
við Akra þar vestra og þar á meðal
spýtubrot með skipsnafninu Emilie.
Eftir að bréf þetta barst urðu
menn enn hræddari um örlög Sophiu
Wheatly, enda hafði skipið sést
stefna í sömu átt og Emilie. Var
Reykjavíkin því fengin til þess að
fara strax af stað upp í Borgarnes til
þess að láta vita þar að skipsins væri
saknað og reyna að fá fréttir um
hvort nokkuð hefði fundist við Mýr-
ar sem bent gæti til afdrifa skipsins.
Reykjavíkin kom samdægurs til
baka með óyggjandi sorgarfréttir um
afdrif Sophiu Wheatly. Hjá Knarrar-
nesi á Mýrum hafði sama daginn og
brakið úr Emilie fannst við Akra rek-
ið skut skipsins og stóran hluta úr
þilfari þess með bitum undir, svo og
brak úr skipstjórakáetunni og var
nafnspjald skipsins fest þar við.“
Enn liðu mörg ár uns tekið
var að hyggja að slysavörnum
„Alls fórust 68 menn með þilskip-
unum þremur: Ingvari, Emilie og
Sophiu Wheatly. Flestir þessara
manna voru á besta aldri og skip-
stjórar skipanna orðlagðir afla- og
dugnaðarmenn.
Gífurlegt fjölmenni var við útför-
ina í Reykjavík. Öllum verslunum og
atvinnufyrirtækjum var lokað meðan
á athöfninni stóð og fólk safnaðist
saman til þess að sýna hinum látnu
virðingu sína. Báðir Reykjavíkur-
prestarnir, Ólafur Ólafsson og Jó-
hann Þorkelsson önnuðust athöfn-
ina, svo og séra Friðrik Friðriksson.
Blöðin birtu eftirmæli eftir skipverj-
ana og Guðmundur Guðmundsson
skólaskáld orti erfiljóð sem enn er í
minnum haft og talið meðal bestu
kvæða hans.
Miklar umræður urðu manna á
meðal eftir mannskaðana miklu.
Kom víða fram vanmáttug gremja
vegna þess hve litlar tilraunir höfðu
verið gerðar til þess að bjarga áhöfn-
inni af Ingvari. Málið varð til þess að
hafist var handa um að safna fé til
kaupa á björgunarbáti og tækjum og
lögðu einstaklingar fram fé og for-
ystukonur ýmissa kvenfélaga efndu
til hlutaveltu og hétu að gefa 50 kr. af
ágóðanum til kaupa á björgunartækj-
um. Aðalhvatamaður að kaupum