Eimreiðin - 01.01.1923, Side 5
EIMREIÐIN
Grímur Thomsen
(1820—1896).
Þegar full öld er liðin frá fæðingu rithöfundar, er skiln-
ingur manna á honum og verkum hans venjulega kominn í
«æmilegt horf og dómarnir farnir að jafna sig. Ritskýrendur
og bestu lesendur hafa þá haft ærinn tíma til þess að breiða
tit þær skýringar og það mat á verkunum, sem almenningur
viðurkennir, að minsta kosti með vörunum og bókaskápunum.
Maðurinn sjálfur er horfinn af leikvellinum, skyggir ekki framar
á neinn, og af honum er einskis að vænta. Aðrir eru komnir
í hans stað að viðra sig upp við og narta í.
Grímur Thomsen hefir enn ekki hlotið þennan jöfnuð dóma
og skilnings, þó að rúm öld sé liðin frá fæðingu hans. Að
vísu á hann sér marga vini, og þá ekki af lakara tæinu, sem
vænta mátti, því að hvert skáld kýs verkum sínum vini, eins
■og hver maður sjálfum sér. Sumir taka hann jafnvel fram yf>r
öll önnur íslensk skáld, og fara þar feti of langt, einmitt af
því að öfgar eru á hinn bóginn. Því að enn má heyra margan
■snápinn fara niðrandi orðum um kvæði Gríms, en hitt er þó
sárara, hve lítið þau eru lesin og sjaldan með þau farið. Því
fer fjarri, að Grímur hafi enn í alþýðu vitund hlotið þann sess
Tneðal íslenskra skálda, sem framtíðin mun veita honum.
Að nokkru leyti má skýra þetta með einfaldri tímatals-
athugun. Þó að Grímur sé fæddur 1820, og elstu kvæði hans
Prentuð fyrir miðja öldina (í Fjölni og Nýjum félagsritum),
kemur fyrsta kvæðasafn hans ekki út fyr en 1880, tveim ár-
áður en þeir Gestur Pálsson, Hannes Hafstein og Einar
Hjörleifsson sendu Verðandi heim frá Kaupmannahöfn sem
vorboða nýrrar bókmentastefnu. Annað kvæðasafn Gríms kemur
tegar hann er hálfáttræður, tveim árum áður er Þyrnar Þor-
steins Erlingssonar, og síðustu verk hans ekki fyr en 10 ár-
um eftir lát hans (1906). Það er því hvorttveggja, að þjóðin
i