Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 10
6
GRÍMUR THOMSEN
eimreiðin
en öðrum mönnum á Islandi, stefndi Grímur sjálfur að enn
hærri og fjarlægari mörkum. Hann sökti sér ofan í samtíma-
bókmentir Norðurálfunnar, leitaði samneytis við mentamenn,
stjórmálamenn og aðalsmenn Dana og tók þátt í öllum and-
legum hreyfingum, sem þá voru á baugi. Hann kastar sér út
í hafrót tímans og berst mikið á, eins og Skúli fógeti í sjávar-
háskanum: ætti hann að farast, skyldi þó sjást á líkinu, að
það væri ekki af hundi.
. En hann gleymir aldrei stefnunni. Mark hans er að verða
jafnoki þeirra manna, sem mestrar menningar fá að njóta, að
þurfa ekki að standa fyrir utan hallargarðinn, eins og aðrir
Islendingar. Hann vildi ekki sitja á fótskör Hálfs og finna til
eins og Tóki:
Lakast var, að upp til ýta
annara eg varð að Iíta,
en — ofan horfðu menn á mig.
Bak við þetta mark er þó annað, meira og göfugra, að þrosk-
ast vegna þess að þroskinn sé brýnasta skylda mannsins, er
feli í sér og leiði af sér allar hinar. I formála bókarinnar um
samtíðarskáldskap Frakka segir Grímur berum orðum, að
hann gefi bókina út sjálfs sín vegna, til þess að miða fram-
farir sínar við hana. Og honum er fyllilega Ijóst, að þetta er
göfugasta tegund eigingirninnar. En það var engin furða þótt
slíkur stúdent ætti ekki samleið með öllum löndum sínum >
Höfn, og óspart væri í hann hnýtt.
Að sumu leyti náði Grímur vafalaust takmörkum sínum.
Hann ritaði bækur, sem höfðu áhrif á mentalíf Norðurlanda,
hlaut nafnbætur og heiðursmerki, fékk að ferðast víða um
Norðurálfu og varð starfsmaður í sendisveitum og utanríkis-
ráðuneyti Dana. Hann hélt áfram að vera með tignum mönn-
um og mentuðum, og hafði um eitt skeið talsverð áhrif a
dönsk stjórnmál. Hann eignaðist svo mikið af menningu sam-
tíma síns, að enginn þurfti að líta á hann smáum augum
fyrir þær sakir. Honum hlotnaðist meira að segja sú sæmd,
að landar hans, sem oftast höfðu horn í síðu hans, grobbuðu
af glæsimensku hans og æfintýrum þegar þeir áttu tal við Dani.