Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 13
ElMREIÐIN
GRÍMUR THOMSEN
9
Það er skiljanlegt af þessu, að samkomulagið milli Gríms
°2 heimsins hafi ekki verið sem blíðast:
Trúa þeir hvor öÖrum illa,
enda trúðu fáir báÖum.
Grímur var ekki svo skapi farinn, að honum væri nóg
að verjast. Hann mundi hafa tekið undir hið fornkveðna:
^omo homini lupus — hver maður er öðrum vargur. Því gat
hann kveðið svo snildarlega um Arnljót gellina: manninn, sem
ehur var af vörgum og sjálfur áþekkur vargi. Honum þótti
sóknin besta vörnin, og hann hlífðist ekki við að senda skeyti-
Sln gegnum brynjur og buklara samkvæmislífsins: yfirdreps-
skap 0g gervilæti. Það er mælt, að Árni biskup Helgason,
hennari hans, hafi tamið hann við hvöss tilsvör og skjót, og
Grímur gerði þetta að list, sem honum var tamt að leika.
^ann var í einu tortrygginn, glöggskygn og óvæginn, og varð
alræmdur fyrir stríðni sína og vægðarleysi í tilsvörum. Það
sem upprunalega hafði verið vörn, komst upp í vana, svo að
•nenn þurftu ekki að hafa unnið annað til saka en að þeir
lstóðu svo vel til höggsins«.
En þessi hlið Gríms kemur undarlega lítið fram í kvæðum
hans. Þegar hann leitar til fornaldarinnar, eins og honum er
hðast, brýtur hann ekki haugana til þess að sækja þangað
VoPn, heldur til þess að finna þar athvarf, setjast þar að
sumbli með þeim mönnum, sem voru mest að hans skapi:
I fornöldinni
fastur eg tóri,
í nútíðinni
náfttröll eg slóri.
^l'hið af skáldskap hans er blátt áfram leit að betra félags-
shap en lífið bauð honum. Hann getur unað við að færa
fornar sögur í ljóð, án þess að breyta verulega né bæta við,
Jweður jafnvel heilar rímur, samt með sínu lagi. Hann drekkur
1 s>9 alt hið rammasta og kjarnmesta í fornum íslenskum anda
°9 máli. í þýðingunum úr forngrísku sést, að hann hefir orð-
l®ki úr Eddu og dróttkvæðum jafnan á hraðbergi. jafnvel í
l>r>stnum trúarkvæðum sínum er hann svo forn í skapi, að