Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 14
10
GRÍMUR THOMSEN
EIMREIÐIN
minnir á þau skáld, er Iifðu á mótum tveggja siða og ortu
um Þór í æsku og Krist á efri árum. Eins og Eilífur Goð-
rúnarson kveður um Krist:
Setbergs kveða sitja
sunnr aö Urðar brunni,
svá hefr ramr konungr remdan
Róms banda sik löndum —
kallar Grímur krossinn »hangameið« og gröf Krists »hörg«
og nefnir Sökkvabekk, Helikon og Golgatha alt í sömu and-
ránni.
IV.
Vitanlega átti Grímur sín ítök í mannheimum. Hann átti
sér vini, og þótti innilega vænt um suma þeirra, eins og
Brynjólf Pétursson, en yfirleitt munu þeir fleiri hafa verið
málkunningjar en að hann hafi deilt við þá öllu geði sínu. En
til eru aðrir heimar, ofan og neðan við mannheima. Maðurinn
vex upp úr ómótaðri og óspiltri náttúrunni áleiðis til hins
guðlega, og það er ekki nema á kafla af þeirri leið, sem
hann hefir á sér öll einkenni hins mannlega, kosti þess og
galla, er mótaður af þjóðfélagi og menningu. Grímur var trú-
maður, hann elskaði guð og guðsneistann í mannssálinni-
Hann elskaði líka það, sem var alveg einlægt og eðlilegt,
dýr og börn og barnseðli mannsins. Hann elskaði guð sinn
og hundinn sinn, en ekki þessa málamiðlun milli guðs og
hunds, sem kom til hans grímuklæddur og prúðbúinn og kall-
aði sig konung jarðarinnar eða jafnvel tilverunnar, þegar mestur
gállinn var á honum. Grímur hefir bæði ort og ritað um dýr,
og það er mikið af viðkvæmni og skilningi í því öllu.
er einkennilegt, að hann yrkir nærri því altaf um dýrin í sam-
bandi við inanninn. Það eru hundar og hestar, félagar og
vinir mannsins, sem þessum einmana samkvæmismanni verður
tíðræddast um. Hann trúir hundunum betur en mönnunum:
Hinn eini vinur aumingjans,
aldrei bi)a trygðir hans.