Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 21
ElMREIÐIN
/
I verinu
. 1880—1890.
Eftir Odd Oddsson.
AÖ fá að fara til vers, var það sem sveitadrengir þráðu
^iög; stafaði það að sumu leyti af meðfæddri æfintýralöngun,
°9 einnig af sögum eldri manna af hreystiverkum og svaðil-
förum þeirra og annara í verinu.
'En það voru ekki einungis unglingarnir, sem hlökkuðu til
vertíðanna, það gerðu einnig undantekningarlítið allir yngri
^enn að minsta kosti, og alt eins þeir, sem heima áttu bestu
aðbúð í góðum húsum, þar sem þeim var alt rétt í hendur,
ea áttu þar á móti von á að verða að búa í alt annnð en
vistlegum útikofa kaldasta tíma ársins, verða algerlega að sjá
sig sjálfir, þola kulda, vosbúð og strangasta erfiði með
^öflum, og horfast í raun og veru margoft í augu við opinn
^auðann.
En í verinu var ofurlítið meira frjálsræði en heima, og því
^afa íslendingar unnað frá öndverðu.
Strax á haustin var farið að búa út »færur« þeirra, er róa
attu í verunum, en »færur« var nefnt einu nafni alt það,
sem vermaður þurfti að hafa að heiman, svo sem föt, gerðir
s^ör, skinnklæði, ýmsir smámunir, sem búast mátti við að
^kki fengjust í verinu, eða væru dýrari þar, og verskrínan með
stTllöri, sem drepið var í annan enda, en »smálka« eða kæfu
Ter>t í hinn. Færurnar voru svo sendar í verið, annaðhvort á
austin, eða um það bil að menn fóru til vers; duglegir menn
°ku þá að sér að flytja þær fyrir marga, voru það oft slæmar
erðir um hávetur, alt vegalaust og brýr engar; ráku þeir lausa
estana til baka, og voru því kallaðir „heimrekstrarmenn“.
^eir, sem róa skyldu í verstöðum austanfjalls, áttu að vera
omnir f Verin sunnudaginn 1. í góu. Fóru þeir því af stað í
Ustu viku þorra, er heima áttu á Suðurlandsundirlendinu.
ar öurtfarardagur vermanna allmikill alvörudagur á heimil-
2
V