Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 26
22
I VERINU
eimreiðin
rúmi, og ef hálfdrættingur var, þá var hann sá þriðji í einu
rúminu. Létu þeir skrínur sínar efst við vegg í rúmin; hver
maður hafði eina rekkjuvoð og eitt brekán, flestir kodda og
einstaka yfirsæng. ígangsföt voru höfð að höfðalagi, og þar
með var rúmið tilbúið. Allir lágu andfætis og tóku sér rúm
annaðhvort eftir samkomulagi eða fyrirsögn formanns. Þó svaf
formaður jafnan í utasta rúmi til vinstri handar þá er í búð-
ina var gengið, eða í þverrúmi, sem í sumum búðum var fyrir
gaflinum, og kallað var »kórrúm«. Úr þessum stöðum mátti
best sjá yfir alla búðina.
Skinnklæðin voru hengd á stoðirnar við höfðalögin, en skór
og vetlingar um bríkurrimlana. Matvæli, sem eigi komust fyrir
í skrínunum, svo sem hangikjöt, brauð og harðfiskur, voru
hengd upp í rjáfrið. Annarstaðar var heldur ekki óhætt að
geyma þess háttar fyrir mús eða rottum, sem voru mjög
leiðir gestir í búðunum.
Matvæli þau, er vermenn áttu að hafa um vertíðina, voru
nokkurnvegin fastákveðin, að minsta kosti hvað þá snerti, er
gerðir voru út af öðrum, svo sem vinnumanna og þeirra, er
einstakir menn gerðu út.
I verstöðunum austanfjalls átti vermaðurinn að hafa í út-
gerð, ef vel átti að vera: í skrínu 3 fjórðunga af smjöri og 1
sauð, soðinn niður í smálka eða kæfu. Þetta var kölluð mata■
Þar að auki eitt sauðarfall reykt, 5 fjórðunga af rúgi og 4
fjórðunga af harðfiski, auk skiplagsins, sem var 1 fjórðungur
af harðfiski og 1 fjórðungur af rúgi. Ennfremur 2 pd. af
kaffi, 2 pd. af kandíssykri og 1 pd. af kaffirót.
Entist þetta ekki til loka varð hlutaðeigandi að bæta við frá
sjálfum sér.
Einstöku maður lauk mikils til of fljótt úr skrínu sinni og
var hann þá kallaður „mötustuttur“. Þar á móti voru aðrir,
sem spöruðu helst til mikið við sig, til þess að geta selt af
mötunni, og þótti hvorutveggja heldur niðrandi.
Þjónustu og brauðgerð fengu vermenn á næstu bæjum og
guldu fyrir eftir samkomulagi.
Sérhver maður hafði alt innanbúðar út af fyrir sig, nema
kaffi og kaffirót, einhver reyndur og ráðsettur maður af skip-