Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1923, Page 29

Eimreiðin - 01.01.1923, Page 29
eimreiðin í VERINU 25 áleit að verða mundi gott sjóveður um daginn, gekk hann til háseta sinna og »kallaði« þá, venjulega þannig: »Farið þið að skinnklæða ykkur piltar mínir«, þreif þá hver sín skinnklæði, og þótti gott að vera fljótur að skinnklæða sig. Síðan var gengið til skips, stundum langan veg (t. d. í Tungu og Loftsstöðum), og þess gætt að formaður færi jafnan fyrstur, hindraðist hann af einhverju á leiðinni stönsuðu allir á meðan, væri þess ekki gætt var það talið óhappamerki, en enn verra var ef kvenmaður varð á vegi skipshafnar, þá var síst við góðu að búast þann róður; sjálfsagt „fýla“, bullandi bavningur eða brotalág. Þegar til skips var komið, og sérhver kominn að sínum stað á skipinu, eftir því sem formaður hafði „skipað á“, búið að taka undan skorður og „hlunna“ með þeim, kallaði for- niaður, »leggjum nú höndur á í Jesú nafni«, brugðu menn þá af skyndingu krossmarki fyrir sér og þrifu til skipsins, gengi það þá stanslaust af stað þótti það vita á happasælan róður, en ef þurfti að marg rykkja á áður skipið gengi fram, var það talinn ills viti. Þegar komið var á flot sagði formaður: »Nú skulum við biðja guð að vera með okkur«, tóku þá allir ofan höfuðföt sín og lásu í hljóði sjóferðabæn sína, Faðir vor og signingu, var svo róið til fiskimiða, og þar rent þegar *vöðum« á þeim skipum er handfæri notuðu, gerðu það allir nema andþófsmenn, þeir áttu að halda skipinu upp í vindinn (' horfinu) og sjá um að ekki ræki undan vindi. Var þá komið 1 „sátur“, og ef fiskvart varð, var setið þar til skipið bar af straum (fallinu) út af miðinu, skipaði þá formaður að „hafa uppi“ (færin); var það gert, sest undir árar, andþófsmenn hvíldir og róið aftur á miðið, á móti fallinu, hét þetta kippur (áróð- ur), eða að kippa (róa á), gat þetta gengið upp aftur og aftur allan dagin ef gott var veður og nokkur fiskur fékst. Beitt var ljósabeitu: kverksiga og hrognum, og gott þótti að spíta — helst »mórauðu« — á beituna. Vmsar kreddur, hindurvitni og siðir tíðkuðust á sjónum, t. ef selur kom upp og synti þvert á leið fyrir skip eða á *óti því, er út var róið, þótti óbrigðult óheillamerki, ekki aratti syngja eða kveða við færið, en gjarnan á siglingu. A
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.