Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1923, Page 31

Eimreiðin - 01.01.1923, Page 31
:eimreiðin í VERINU 27 allra hjallamála«. Gekk þetta á stundum ekki orðalaust af, og þótti ávalt mesta sneypa að verða að sitja með kerlinguna. I sumum verstöðvum voru örnefni, (Kerling á Reykjanesi, Hleinargat í Hafnarbergi) sem menn áttu ekki að fara fram- hjá á sjó í fyrsta sinn, án þess að sýna hvers kyns þeir væru, en oftast mun það hafa verið látið sitja við orðin tóm. Vmislegt fleira var sér til gamans gert á sjónum. Þegar nægur fiskur fékst og gott var veður, voru róðrarnir einhver allra skemtilegasta vinna. Alt öðru máli var að gegna þegar ílt veður gerði með stórsjó og snjóbyljum; þá var enginn leikur á ferðum. Vrði það of, langt mál að skýra frá þeirri viðureign við höfuðskepnurnar, sem þá var háð upp á líf og dauða, oft með framúrskarandi þreki, kjarki, snarræði og karlmensku. Þegar tími þótti kominn að fara í land eða nóg komið »uppá“ (hleðsla), skipaði formaður að „hanka uppi“. Færin voru þá dregin upp í hönk í hendinni, en ekki ofan í skipið eins og þegar »haft var uppi« milli kippa. Síðan var haldið til lands, lenti þá stundum í kappróðri milli skipa og þótti jafnan niikilsvert að bera þar hærri hlut. Oft kom það fyrir að storm gerði er lands skyldi leita, svo taka varð barning, höfðu sjómenn þá ýms orð til að herða hver á öðrum svosem: »skerpum lagið«, »betur á stjór«, »beturábak«, *þetta báðir«, »allir það«, »nú æðir og rennur« þó sárlítið gengi. Þetta hét að »kalla að« og þótti best fara á að það gerðu helst duglegustu ræðararnir, sjaldan kölluðu formenn að nema á brimsundum ef mikið lá við. Þó lygnt væri gat oft verið svo mikið brim að sund væru ófær í köflum þegar að þeim var komið, „tækju af“. Var þá ^legið til laga« við sundið, var það óþægileg bið sjóhræddum roönnum; þegar formaður var búinn að athuga öldur og boða- föll og þótti tiltækilegt, kallaði hann snöggt, »lagið«, »róið þið nú!« Var samstundis tekið til ára og róið sem mest mátti verða, heitir það „lífróður“. Var mjög undir því komið að fljótt Sengi inn úr sundinu og að engum fataðist. Sumstaðar gekk mikill brotsjór, »lag«, á land í lendingunni, „vörinni“. Reyndi þá allmjög á framámennina, sem voru skiphaldsmenn,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.