Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 31
:eimreiðin
í VERINU
27
allra hjallamála«. Gekk þetta á stundum ekki orðalaust af,
og þótti ávalt mesta sneypa að verða að sitja með kerlinguna.
I sumum verstöðvum voru örnefni, (Kerling á Reykjanesi,
Hleinargat í Hafnarbergi) sem menn áttu ekki að fara fram-
hjá á sjó í fyrsta sinn, án þess að sýna hvers kyns þeir væru,
en oftast mun það hafa verið látið sitja við orðin tóm.
Vmislegt fleira var sér til gamans gert á sjónum. Þegar
nægur fiskur fékst og gott var veður, voru róðrarnir einhver
allra skemtilegasta vinna. Alt öðru máli var að gegna þegar
ílt veður gerði með stórsjó og snjóbyljum; þá var enginn
leikur á ferðum. Vrði það of, langt mál að skýra frá þeirri
viðureign við höfuðskepnurnar, sem þá var háð upp á líf og
dauða, oft með framúrskarandi þreki, kjarki, snarræði og
karlmensku.
Þegar tími þótti kominn að fara í land eða nóg komið
»uppá“ (hleðsla), skipaði formaður að „hanka uppi“. Færin voru
þá dregin upp í hönk í hendinni, en ekki ofan í skipið eins
og þegar »haft var uppi« milli kippa. Síðan var haldið til
lands, lenti þá stundum í kappróðri milli skipa og þótti jafnan
niikilsvert að bera þar hærri hlut.
Oft kom það fyrir að storm gerði er lands skyldi leita, svo
taka varð barning, höfðu sjómenn þá ýms orð til að herða hver
á öðrum svosem: »skerpum lagið«, »betur á stjór«, »beturábak«,
*þetta báðir«, »allir það«, »nú æðir og rennur« þó sárlítið gengi.
Þetta hét að »kalla að« og þótti best fara á að það gerðu
helst duglegustu ræðararnir, sjaldan kölluðu formenn að nema
á brimsundum ef mikið lá við.
Þó lygnt væri gat oft verið svo mikið brim að sund væru
ófær í köflum þegar að þeim var komið, „tækju af“. Var þá
^legið til laga« við sundið, var það óþægileg bið sjóhræddum
roönnum; þegar formaður var búinn að athuga öldur og boða-
föll og þótti tiltækilegt, kallaði hann snöggt, »lagið«, »róið þið
nú!« Var samstundis tekið til ára og róið sem mest mátti
verða, heitir það „lífróður“. Var mjög undir því komið að fljótt
Sengi inn úr sundinu og að engum fataðist. Sumstaðar gekk
mikill brotsjór, »lag«, á land í lendingunni, „vörinni“.
Reyndi þá allmjög á framámennina, sem voru skiphaldsmenn,