Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 39
Eimreiðin SANNFRÆÐI ÍSLENSKRA SAQNA 35
hefir vakið efa hjá mönnum um, að Ávaldi hafi nokkurn tíma
verið til.
Þegar eg var að fást við skýringar á torskildum bæjanöfn-
Ufn í Húnavatnssýslu, varð eg þess' vís, að Dæli í Víðidal hét
hl forna AvaldsdæL Og skamt frá Dæli hefir staðið bærinn
Ávaldsstaðir, því báðir bæirnir eru taldir í Víðidal í sama
bréfinu frá 1394. Þá eru Ávaldsstaðir bygðir, en Ávaldsdæl
sí auðn«. Árið eftir eru báðir bæirnir bygðir. Nú er Ávalds-
nafnið með öllu gleymt og enginn veit hvar Ávaldsstaðir hafa
verið. Við þessa nafnaleit komst eg einnig að því, að Skeggja-
staðir í Miðfirði munu að öllum líkindum hafa heitið Skegg-
valda- eða Skeggvaldsstaðir. Mér virtust nöfnin benda á líkan
uPpruna, og leitaði því kappsamlega að Ávalds-nafni í íslensk-
um fornritum. Kom það þá upp úr kafinu, að Ávalds-nafn
*fyrirfinst« hvergi nema í Hal/freðarsögu og Uatnsdælu. Og
það er sami maðurinn, sem er nefndur í báðum sögunum.
Það er þó fremur lítið, sem þær fræða um Ávalda. Hall-
freðarsaga segir, að þeir fóstbræður Ottar og Ávaldi hafi farið
111 Islands og »kómu í Blönduós fyrir norðan land, ok váru
þá numin lönd öll. Ottar keypti land í Grímstungum í Vatns-
dal at þeim manni, er Einar hét, ok gaf honum við kaup-
shipit. Ottar gerði bú. Ávaldi var með Ottari hinn fyrsta
vetr. Um várit keypti hann land at Knjúki í Vatnsdal; hann
fékk þeirar konu, er Hildr hét,1) dóttir Eyvindar sörkvis«
(Hallfr.s. bls. 5). Síðar verður meira minst á veru Ávalda hér
ú landi. — Aftur segir Vatnsdæla (bls. 110): »Ávaldi hét maðr
er var með Klakka-Ormi, hann var Ingjaldsson; hann var
umsýslumaður, en Hildr kona hans fyrir innan stokk; hon var
dóttir Eyvindar sörkvis*.1) Seinna kemur þetta: »Oft kom
Hallfreðr til Skegg-Ávalda ok talaði við dóttur hans, er Kol-
finna hét«. Og loks er Ávalda minst á þriðja staðnum þannig:
*Skegg-Ávaldi átti búð saman ok Hermundr son hans«
(Vatnsdæla bls. 116). Enginn efi er á því, að þetta er einn
°9 sami maður, sem sögurnar geta um.
V Ef til vill réttara: dóttir Hermundar, sonar Eyvindar sörkvis, setn
Guðbr. Vigf. bendir á.