Eimreiðin - 01.01.1923, Side 46
42
ÞJÓÐHÁTÍÐ
eimreiðin
þarna fyrir börn tii að róla sér eða vagga á tindabykkjuin,
fátt annað; en auðvitað sýna íþróttamenn einhverntíma dagsins
listir sínar. Iþróttavöllurinn getur verið nothæfur fyrir sumar-
kveldskemtanir Reykjavíkurbúa, en þjóðhátíðarstaður má hann
ekki vera. Hátíðabrigða verður hvergi vart, alt er svo hvers-
dagslegt sem orðið getur. Enginn fellir heldur niður vinnu
vegna dagsins, hvorki verkamenn, skrifstofu- eða verslunar-
fólk, iðnaðarmenn né opinberir starfsmenn. Til höfuðstaðarins
kemur enginn, ekki einu sinni úr grendinni, vegna dagsins.
Að nefna þetta þjóðhátíð nær vitanlega ekki nokkurri átt, það
er að draga hugsjónina niður í sorpið og verður einnig til að
rugla hugmynd almennings á þann hátt, að jafnvel einstakur
hópur manna eða félagsskapur telur sig hafa rétt til að nota
þjóðhátíðarnafn um skemtisamkomu sína, að eins ef almenning-
ur á kost á, auðvitað fyrir gjald, að vera þar viðstaddur
og sjá þar og heyra eitthvað, sem fram fer. T. d. auglýstu
verslunarmenn s. 1. sumar, að þeir á frídegi sínum 2. ágúst
héldu þjóðhátíð uppi hjá Árbæ; yrðu hjólreiðar háðar á þjóð-
veginum þar efra og í tilefni af því gáfu verslunarmennirnir
út opinbera tilkynningu um, að þeir ætluðust til að menn
þann dag sneiddu hjá þjóðveginum á nokkurra kílómetra kafla.
Svona greiddu þeir götu almennings að »þjóðhátíðinni«.
Þetta hversdagslega skemtanagutl, sem boðið hefir verið
upp á síðustu ár, nefnda minningardaga, verðskuldar svo langt
frá nafnið þjóðhátíð. En hitt er jafn víst, að fólkið vill hafa
hátíð, sem ber nafn með réttu. Til þess að fullnægja þeirri
þörf svo vel sé, þarf að beina hugum manna til annars en
þess, sem það hefir haft að undanförnu, því reynslan hefir
sýnt, að það skipulag hefir ekki getað haldið hylli almennings
þegar til lengdar lét. Lausn málsins til frambúðar verður að
byggjast á því, að finna megi algildan minningardag fyrir þjóð-
ina. Dag, sem ekki hlýtur hátíðarbrag fyrir hverfulan dægur-
hug, heldur dag sem hefir varanlegt og ókvikult minningar-
gildi. Dag, sem haegt er að sveigja hug allrar þjóðarinnar að.
I samræmi við þetta verður og hátíðarstaðurinn að vera.
Hér hefir verið haft fyrir augum hátíðarhald höfuðstaðar-
búa, því að þjóðhátíð virðist það eitt geta kallast, sem höfuð-